Foreldri stígur fram vegna hneykslismáls í Salalaug

frettinInnlent1 Comment

Foreldri barns í grunnskóla í Kópavogi hafði samband við ritstjórn Fréttarinnar, í kjölfar umfjöllunar um unga drengi sem voru gómaðir við að skiptast á að veita félaga sínum munnmök í búningsklefa Salalaugar, drengirnir eru í 4. bekk og því á 9. aldursári.

Faðirinn sem vill ekki láta nafn síns getið segir að hann geti staðfest að umrætt atvik hafi átt sér stað, en töluverð umræða skapaðist í kjölfar þess að Fréttin birti umfjöllunina.  Einhverjir foreldrar könnuðust við rútuna sem lýst er í fréttinni og hafi þá ákveðið að spyrja börnin hvort þau könnuðust við málið.

Fréttin hefur heimildir fyrir því að nokkur börn hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað inn í búningsklefa drengja eftir skólasund. Barn umrædds manns sem að stígur nú fram, hafi ekki þorað að greina frá því fyrr en foreldrar spurðu og málið hafi ratað í fréttirnar.

Faðirinn segist vera búinn að ræða við fleiri foreldra, og mikil ólga sé á meðal þeirra vegna málsins. Tölvupóstur hafi í framhaldi verið sendur á foreldra drengja í umræddum bekk, og fundur sé fyrirhugaður í næstu viku vegna atviksins.

Aðspurður segist faðirinn ekki vita hvaða maður hafi ráðlagt drengjunum að prófa munnmök, en hann vísaði til veggspjalda úr viku sex sem hafi hangið uppi á veggjum skólans, og til bókarinnar Fávitar sem er aðgengileg á bókasafni skólans, sem hann telur hugsanlegt að hafi haft einhver áhrif á hegðun drengjanna.

Myndefni úr bókinni Fávitar.

Sökum persónuvernarsjónarmiða og hversu málið er viðkvæmt og tengist börnum, ákvað ritstjórn Fréttarinnar að nafngreina ekki skólann.

Ekki náðist í skólastjórann í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

One Comment on “Foreldri stígur fram vegna hneykslismáls í Salalaug”

  1. Er þessi viðbjóður aðgengilegur börnum í skólum landsins? Er þetta ekki lögreglumál?? Hversu sjúk er manneskjan sem ber svona úrkynjun upp á börn? Ríkisstjórnin sem á að starfa með umboð fólksins fyrir fólkið er ábyrg fyrir þessu, þessu var laumað inn án vitundar foreldra, þingið er lítið annað en spillingarbæli. Engin heilvita manneskja myndi bera svona efni upp á börn. Katrín er ábyrg og á að segja af sér og á mæta í yfirheyrslu vegna þessa, þetta er einn mesti skandall sem hefur gerst í þessu landi. Sleppa kynvillingum á börn? Eru barnaníðingar að stýra hérna?

Skildu eftir skilaboð