Minnkandi stuðningur við Úkraínustríðið: „fólk stelur eins og enginn sé morgundagurinn“

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Einn af ráðgjöfum Volodymyr Zelenskí, forseta Úkraínu, segir að fólk á æðsta stigi stjórnunar í Úkraínu fylli eigin vasa með peningum, samtímis og bandarískir skattgreiðendur búa sig undir að fjármagna enn eitt ár af stríði Úkraínu gegn Rússlandi.

Tímaritið Time birti nýlega langa frétt um nýlega heimsókn fréttamannsins Simon Shuster til stríðshrjáða landsins, Hann deildi þar sýn sinni á siðferði þeirra sem stjórna Úkraínu næstum tveimur árum eftir að Rússar réðust inn í landið.

Minnkandi stuðningur við Úkraínustríðið

Að sögn ónefnds háttsetts ráðgjafa Zelenskí stelur fólkið á toppnum eins og enginn sé morgundagurinn. Forseti Úkraínu verður fyrir þrýstingi að uppræta spillingu á sama tíma og bandamenn Úkraínu halda áfram að gefa landinu allt sem það biður um.

Shuster fylgdi Zelenskí aftur til Úkraínu eftir að hann og nánustu ráðgjafar hans heimsóttu Bandaríkin í september. Shuster sagði:

„Forseti Úkraínu upplifi á ferðalögum sínum, að áhuginn á stríðinu hafi minnkað í heiminum. Það hafi einnig alþjóðlega aðstoðin gert.”

Áfram stolið þrátt fyrir tal um spillingu

Blaðamaðurinn ræddi einnig við ráðgjafa sem sagði, að þrátt fyrir að tekið hefði verið til innan ríkisstjórnar Zelenskí, þá væri þjófnaðurinn allsráðandi. Shuster skrifaði:

„Ég reiknaði með því, kannski á barnalegan hátt, að vegna alls þrýstings á að uppræta spillingu, þá myndu embættismenn í Úkraínu hugsa sig tvisvar um áður en þeir þiggja mútur eða stinga ríkisfé í eigin vasa.“

„Þegar ég benti á þetta í samtali við helsta forsetaráðgjafa í byrjun október, þá bað hann mig um að slökkva á hljóðupptökutækinu mínu svo hann gæti talað frjálsara. „Símon, þú hefur rangt fyrir þér“ sagði hann. „Fólk stelur eins og enginn sé morgundagurinn.“

Óttast ekki afleiðingarnar

Þó að Zelenskí hafi rekið fjölmarga embættismenn í varnarmálaráðuneytinu á þessu ári til að reyna að breyta þeirri skoðun, að spilling sé útbreidd, þá sagði ráðgjafinn við Shuster, að fólkið á bak við spillinguna „óttaðist engan vegin“ afleiðingar þess að misnota ríkisfé, þar sem Úkraína reiðir sig á alþjóðlega aðstoð. Shuster sagði:

„Annar háttsettur ráðgjafi forsetans sagði, að þegar Zelenskí tók til fyrir heimsókn sína til Bandaríkjanna, þá var það þegar orðið of seint. Vestrænir bandamenn Úkraínu voru þegar orðnir meðvitaðir um spillingarhneykslið. Hermenn í fremstu víglínu voru farnir að gera grófa brandara um „egg Reznikovs“ sem varð að nýrri samlíkingu fyrir spillinguna. Álitinu hafði þegar verið hnekkt.”

Skildu eftir skilaboð