Minnst kynþáttamisrétti í Póllandi innan ESB

frettinErlent, Evrópusambandið, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Pólverjum, sem frjálslyndir fjölmiðlar hafa oft lýst sem hatara gagnvart útlendingum, eru umburðarlyndustu allra innan 13 aðildarríkja ESB sem tóku þátt í nýrri könnun um kynþáttahatur innan Evrópusambandsins (sjá pdf neðar á síðunni). Hlutfall fólks af afrískum uppruna sem verður fyrir kynþáttamisrétti í Póllandi er minna en helmingur af meðaltali innan ESB samkvæmt nýrri skýrslu frá mannréttindastofnun ESB.

Stofnun Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, FRA, birti nýlega niðurstöður rannsóknar sem gerð var í nokkrum aðildarríkjum á kynþáttafordómum fólks af afrískum uppruna víðs vegar um ESB.

Í Þýskalandi sögðust 76% aðspurðra hafa orðið fyrir kynþáttamisrétti á undanförnum fimm árum vegna húðlitar, uppruna eða trúarbragða. Í Austurríki var samsvarandi tala 72%. Pólland var með lægsta hlutfallið eða 20%.

Að meðaltali sögðust 45% aðspurðra í 13 ESB löndum sem könnuð voru, að þeir hefðu orðið fyrir mismunun. Á eftir Póllandi var hlutfallið lægst í Svíþjóð 25% og Portúgal 26%. Samkvæmt skýrslu FRA hefur þessi upplifun á mismunun aukist verulega frá síðustu rannsókn árið 2016 þegar meðalhlutfall svarenda sem sögðust upplifa mismunun var 39%.

Framkvæmdastjóri FRA, Michael O’Flaherty, lýsti þróuninni sem „sjokkerandi“ og hvatti aðildarríki ESB til að tryggja að „fólk af afrískum uppruna geti nýtt réttindi sín – án kynþáttafordóma og mismununar.“

Skýrsla FRA, sem ber heitið „Að vera svartur í ESB: Reynsla fólks af afrískum uppruna” (Being Black in the EU: The Experience of People of African Descent), byggir á viðtölum við 6.752 manns af afrískum uppruna í Austurríki, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Póllandi. , Portúgal, Spáni og Svíþjóð.

Skildu eftir skilaboð