Geir Ágústsson: „Fjórða vaktin“

frettinGeir Ágústsson, Innlent, Pistlar2 Comments

Geir Ágústsson skrifar:

Eitthvað hefur verið rætt um hina svokölluðu þriðju vakt. Hún er skilgreind sem svo á einum stað:

Í dag eru konur löngu komnar út á vinnumarkaðinn og karlmenn taka í auknum mæli þátt í heimilisstörfum og umönnun barna. Þetta er fyrsta og önnur vaktin. Það sem situr hins vegar eftir er hin svokallaða þriðja vakt eða hugræn byrði (e. mental load) sem snýr að öllu utanumhaldi og verkstjórn heimilisins. Þriðja vaktin er ólaunuð og oft ósýnileg ábyrgð, yfirumsjón og verkstýring á þeim störfum sem tilheyra annarri vaktinni. Þriðja vaktin felur í sér hugrænt skipulag, áætlanir, að leggja á minnið hverju þarf að sinna, hvenær og hvernig, muna eftir að muna. Verkefni sem eru að megninu til huglæg og ósýnileg öðrum en krefjast orku og tíma þess sem þeim sinnir.

Síðan er haldið áfram:

Erlendar rannsóknir sýna að þessi þriðja vakt er að mestu í höndum kvenna og hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra og framgang í starfi, veldur streitu og álagi og stuðlar að kulnun. Er þetta verulegt áhyggjuefni, ekki síst fyrir vinnumarkaðinn og ber að taka alvarlega.

Þá höfum við það.

Þetta stórkostlega vandamál má auðvitað nýta til að selja bækur, eða eins og segir á einum stað í viðtali við höfund bókar (feitletrun mín):

„Rann­sókn­ir sýna að það er oft erfitt að greina á milli mæðrun­ar og að vera maki ein­hvers þegar kem­ur að þessu,“ seg­ir Hulda [Jóns­dótt­ir Tölgyes sál­fræðing­ur]. „Rann­sókn­ir sýna líka að kon­ur eru miklu meira í því að minna maka sinn og börn­in á eitt­hvað held­ur en að karl­ar eru að minna heim­il­is­fólk á hluti,“ seg­ir hún jafn­framt.

Áfram er haldið:

Af frá­sögn­um margra ís­lenskra kvenna að dæma upp­lifa þær eig­in­menn sína sem eina af börn­un­um vegna þeirr­ar auknu hug­rænu byrði sem fell­ur gjarn­an á herðar þeirra, einna helst í gagn­kyn­hneigðum sam­bönd­um.

Hulda tel­ur mik­il­vægt að karl­ar opni aug­un fyr­ir þeirri skaðsemi sem þriðja vakt­in veld­ur kon­um og þeir fari að beina sjón­um sín­um að þeirri duldu mis­skipt­ingu sem á sér stað á milli kynja. Hún seg­ir fræðsluna til staðar en stór hluti vanda­máls­ins séu rót­gró­in sam­fé­lags­leg viðhorf sem þurfi að breyt­ast.

„Karl­ar þurfa að stíga inn af full­um þunga, taka ábyrgð og gera það að eig­in frum­kvæði.“

Jæja, gott og vel.

Ég hjó eftir einu - þessu með að konur þurfi í sífellu að vera minna á hitt og þetta.

Væntanlega að minna á að það vanti epli í ísskápinn, að ruslið sé fullt, að börnin þurfi nesti.

Er þetta ekki bara annað orð yfir tuð og lélega verkaskiptingu og skort á ábyrgðartilfinningu í umhverfi áminninga?

Nú má að mörgu leyti bera saman rekstur á heimili og rekstur á fyrirtæki, eða vinnu að verkefni innan fyrirtækis. Ef verksviðin eru skýr þá þarf ekki mikið meira en stöku stöðufundi til að allir viti hvar reksturinn stendur og hvaða upplýsingar þurfi að fara á milli. Ekki að verkefnastjóri sé að handstýra öllu heldur að samtalið eigi sér stað. Flestir reyna að tryggja að þeirra framlag sé tilbúið á réttum tíma, hlaupa undir bagga þegar það er hægt og huga að forgangsröðun.

Hendum inn í þessa blöndu konu sem finnst hún stanslaust þurfa að „minna á“ hitt og þetta. Það sem gerist sjálfkrafa er að frumkvæði fólks er tekið úr sambandi. Til hvers að sýna frumkvæði þegar áminningin er handan við hornið? Fyrirmælin um hvað sé mikilvægast núna? Þetta er mögulega ein öflugasta leiðin til að slökkva á heilum fólks og frumkvæði.

Ég ætla að leyfa mér að búa til nýtt hugtak: Fjórðu vaktina.

Það felst í því að þurfa í sífellu að vera í stappi við manneskju á þriðju vaktinni um hvað er mikilvægast hverju sinni. Taka eilífa slagi. Hafa eigin skoðanir á því sem þarf að gera. Rífast og gera það duglega.

Þessi fjórða vakt tekur á og er mögulega ein af stærri ástæðum fyrir hárri skilnaðartíðni þar sem þriðja vaktin getur ekki hætt að „minna á“ á eigin hugmyndir og gera lítið úr hugmyndum annarra um hvað þarf að gera og hvað þarf hreinlega ekki að vera í fyrsta forgangi. Þetta gerir fólk á fjórðu vaktinni andlega og líkamlega örmagna.

Ég ætti kannski að skrifa bók?

Hún gæti heitið: Fjórða vaktin - hvernig fólk þróar með sér ábyrgðartilfinningu í fjarveru strengjabrúðumeistara, en ekki með hjálp slíkra.

Forpantanir má senda á netfang mitt.

2 Comments on “Geir Ágústsson: „Fjórða vaktin“”

  1. Afar gott heiti á ritverki sem þarf eiginlega að gefa út , ekki spurning

  2. Einu sinni voru kynin bara sögð 2 svo urðu þau fleyri og núna eru þau enn fleyri segja hinir alvitru sem ekki sjá mun á raunveruleika vísindum eða geðrænum vandamálum og rangtúlkunum.
    Núna eru “vaktirnar” orðnar 3. Spennan svífur í loftinu yfir spurningunni hvað vaktirnar verða sagðar orðnar margar eftir 2 ár rétt eins og Rocky myndirnar stefndu í nokkra tugi.
    Öfgahyggjan og áheyrsla árásar feminismans er að hætta aldrei að hamast og orgast í karlkyninu því stöðugt áreyti aðfinnslur kvartanir jag tuð og endalausar ásakanir eru þekkt andleg ofbeldi til að brjóta viljastyrk lifsánægju og andlega heilsu og framtíð niður í svaðið.
    Sá femínismi sem er á Íslandi er nýttur sem ógeðslegt kúgunar verkfæri, við stjórnvöldin eru öfgafullar samviskulausar forynjur sem vinna baki brotnu að því að ásaka og finna að ALLT og ÖLLU. Þær hætta aldrei því stöðugt umsátur árásir og aðfinnslur brjóta niður lífsvilja annara. Hatur öfgakvenna hópa er svo yfirgengilegt að ef þær mættu aflífa karlmenn og rista upp á togum myndu margar þeirra brýna sveðjunar sama dag og líkin lægju fljótt um bæi og borgir rétt eins og í Rúanda.
    Öfgafeminismi er hreinræktað karla hatur, níðstefna sem þarf að STOPPA. Ef að Ísland á ekki að enda sem dæmi um menningar samfélag sem varð að haturssamfélagi með aðskilnaðar stefnu kynjana sem aðal stefnumál þessarar aldar.

Skildu eftir skilaboð