Stríðshaukarnir „björguðu” ekki Úkraínu – búið að eyðileggja landið

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hverjir voru það eiginlega sem hugsuðu um Úkraínu og úkraínsku þjóðina? Varla stríðsherrarnir sem kyntu undir stríðið. Í nýjum þætti á X-inu ræðir Tucker Carlson við blaðamanninn Glenn Greenwald. Greenwald segir, að Úkraína hafi aldrei haft neina möguleika á að sigra Rússland.

Stríðið í Úkraínu er algjör brotlending – fyrir Úkraínu og hinn vestræna heim. Stríðsæsingamennirnir á Vesturlöndum, sem ýttu undir stríðið með vopnasendingum, hefðu kannski átt að hlusta á þá sem vildu binda enda á átökin með diplómatískum hætti.

Vinir Úkraínu sakaðir um að vera Rússadindlar

Úkraínu hefur reyndar ekki tekist að ná neinu fram grundvallarlega séð. Þeir hafa einungis tapað 20% af landinu samtímis sem gífurlegur fjöldi úkraínskra hermanna hefur týnt lífinu. Glenn Greenwald segir:

„Okkur var tjáð, að þeir hefðu svo miklar áhyggjur af úkraínsku þjóðinni og Úkraínu að Bandaríkin yrðu að senda þangað tugi milljarða dollara og alls kyns vopn. Vopnum var ausið yfir landið til að vernda Úkraínumenn. Allir, fólk eins og þú og ég og fleiri, sem stóðum upp og sögðum að þetta væri ekki góð hugmynd og að það myndi gera málin verri, – við vorum sökuð um að vera sama um úkraínsku þjóðina og að við værum að styðja Rússa.”

Óraunhæf markmið

Ekkert af þessu var satt, segir Greenwald:

„Það voru aldrei neinar líkur á því, að Úkraína myndi vinna stríð gegn Rússlandi, – landi sem er miklu stærra og með miklu betri her. Það eina sem myndi gerast er, að stríðið verður langvarandi. Gífurlegur fjöldi ungra Úkraínumanna og síðar – eldri Úkraínumenn sem ekki voru sjálfboðaliðar heldur herkvaddir með lögum – myndu deyja. Á endanum verða samningaviðræður sem gera Rússlandi kleift að vernda austurhluta Úkraínu með rússneskumælandi og föðurlandselskandi rússum sem Kænugarður kúgar. Þeir munu halda Kænugarði. En það voru aldrei neinar líkur á því, að hægt væri nokkurn tíma að ná þeim hámarksmarkmiðum sem sett voru í upphafi stríðsins.”

Verða að semja við Rússa

Greenwald telur að á endanum munu Vesturlönd og Úkraína engu að síður neyðast til að semja við Rússland:

„Nú erum við hér, tveimur árum síðar. Vesturlönd eru þreytt á að fjármagna þetta stríð. Gagnsóknin sem átti að breyta öllu var stórslys. Þeir eiga nánast ekkert fólk eftir sem getur barist. Þeir rífa 45 ára og 50 ára gamla menn úr strætisvögnum og senda þá til vígvallarins. Bandaríkin hafa einnig fengið nýtt stríð sem þau virðast spenntari fyrir.”

„Við erum í þeirri stöðu, að Nató verður að biðja Rússa um að einungis halda þessum 20% af Úkraínu, sem þeir hafa stjórnað í eitt eða eitt og hálft ár án nokkurra breytinga. Tugum milljarða dollara hefur verið sóað og þúsundum – þúsundum þúsunda mannslífa hefur verið fórnað.”

Hlýða má á viðtalið á myndskeiðinu hér að neðan:

One Comment on “Stríðshaukarnir „björguðu” ekki Úkraínu – búið að eyðileggja landið”

  1. Gústaf Skúlason, það er svolítið sérstakt að lesa skrif þín um Úkraínu og Ísrael, þú virðist sjá fáranleikan og glæpina sem BNA og NATO skósveinarnir (þar með talið Ísland) eru búnir að vinna að frá falli Sovétríkjana í fyrrum Sovétlíðveldunum, enn þú ert í algjörri afneitun í umræðuni um Ísrael.

    Nokkrum árum eftir að Seinni Heimstyrjöldinni lauk þá var Ísraelsríki stofnað með stuðningi Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna og allt í góðu með það, enn síðan frá stofnun þess hafa stjórnvöld í Ísrael gengið yfir Palistínsku þjóðina með landtöku og í rauninni þjóðernishreinsunum í skjóli Vesturlanda.

    Það skal hafa það í huga að stjórnvöld í Ísrael eru búin að myrða fleiri óbreytta borgara á Gasa á einum mánuði enn í öllu stríðinu í Úkraínu.

    Þetta sem ég er að segja hér er kallað hatursáróður og gyðingahatur af þér og þínum og ég er væntanlega stimplaður sem stuðningsmaður Hamas sem ég er ekki. Þið skilgeinið Hamas sem hryðjuverkasamtök, ég spyr hvað eru þá stjórnvöld í Ísreal, ég myndi halda að þau væru ekki að nokkru leiti betri enn Hamas?

Skildu eftir skilaboð