Vesturlönd á einræðisleið – stjórnmálamenn starfa ekki lengur í þágu almennings

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Það skiptir engu máli hversu sterkar vísindalegar staðreyndir eru lagðar fram. Ef þú segir eitthvað sem stríðir gegn hagsmunum ólígarka á Vesturlöndum, þá verður þaggað niður í þér. Sú staðreynd, að lýðræðið í hinum vestræna heimi er orðið svo ótrúlega veikburða, hefur rutt braut bóluefnismóðursýki og óskynsamlegri meðferð gegn Covid. Verið var að þjóna fjárhagslegum hagsmunum. Það er auðvelt að sjá, hvernig „Vesturlönd minna sífellt meira á einræði” segir Lars Bern í nýjum þætti heimsmála hjá Swebbtv (sjá einnig að neðan).

Hvernig gat hinn vestræni heimur, sem á að vera svo „upplýstur“, sokkið upp að hné í nornarlíku fjöldageðrofi á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir? Það er vegna þess að við búum ekki lengur í sterku lýðræðisríki heldur í samfélagi, þar sem fjárhagslegir hagsmunir og lítil klíka fólks hafa tekið völdin.

Kerfi sem þjónar hagsmunum fákeppninnar er slæmt fyrir almenning

Málið fjallar einfaldlega um fákeppni. Hagsmunir fárra ráða ferðinni – burtséð frá því sem raunveruleikinn virðist sýna. Stjórnmálamennirnir fylgja þessum hagsmunum. Lars Bern sagði:

„Við búum í samfélagi, þar sem miklir fjárhagslegir hagsmunir ráða mestu. Við búum í fákeppni. Það eru peningarnir sem ráða og lýðræðið er veikburða, því stjórnmálamenn eru háðir því að vera endurkjörnir á fjögurra ára fresti hérna í Svíþjóð. Þeir hafa ekki efni á því að lenda upp á kant við fjölmiðla ólígarka, því þá missa þeir stöðu sína. Þetta kerfi er því miður afskaplega slæmt. Við sitjum upp með með þessa stóru fjárhagslegu hagsmuni sem ráða nánast öllu.”

Þeir sem ganga gegn þessum hagsmunum eru ritskoðaðir og útskúfaðir

Það er kominn tími til, að fólk skilji þetta. Alla vega þeir sem vilja hafa lýðræði. Annars bíður okkar mikið myrkur.

„Allir sem vilja lýðræði og trúa á lýðræði, verða að ræða alvarlega hvernig við eflum lýðræðið og lýðræðisöflin gegn þessum efnahagslegu hagsmunum. Ef okkur tekst það ekki, þá munum við búa í einstaklega, sérstaklega óþægilegu samfélagi. Við sjáum hvernig hinn vestræni heimur minnir meira og meira á einræði. Ritskoðun er tekin upp. Það höfum við aldrei heyrt minnst á í lýðræðisríki áður. Allt í einu eru þessir hagsmunir farnir að ritskoða fjölmiðla.”

„Við hjá Swebbtv höfum sjálf orðið fyrir áhrifum af þessu. Þegar við greindum frá vísindalega skjalfestum staðreyndum sem voru mikilvæg í sambandi við bóluefnin, þá vorum við ritskoðuð. Það er fullyrt að það séu rangar upplýsingar, en svo er ekki. Það hjálpar ekki að hafa vel skjalfestar staðreyndir á bak við það sem þú segir, því ef þú gengur gegn þessum hagsmunum, þá verður þú ritskoðaður og útskúfaður.”

Erum á leiðinni í sams konar kerfi og er í Hvíta-Rússlandi

Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur nýlega sagt, að hún ætli að styðja stjórnarandstöðuna í Hvíta-Rússlandi. Það á að gera í nafni lýðræðisins. Það verður að breiða út lýðræðið, er haldið fram. Það er sláandi. Vegna þess að ef „lýðræði” Vesturlandabúa stenst ekki, þá er það ekki lýðræði sem verið er að breiða út. Samkvæmt Lars Bern verða menn að „finna leiðir til að endurskapa starfshæft lýðræði gegn þessum miklu efnahagslegu hagsmunum sem ráða ríkjum hins vestræna heims.” En það gerist varla. Stjórnmálamenn setja Vesturlönd enn fram sem vígi lýðræðisins. Það er ekki lengur satt. Lars Bern segir að lokum:

„Við erum á leiðinni að fá svipað kerfi og Hvíta-Rússland.”

Skildu eftir skilaboð