Kolefnisskatti Justin Trudeau hafnað af meirihluta kjósenda

frettinErlent, Gústaf Skúlason, LoftslagsmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Sýningarbrúða glóbalismans, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur ekki eins áferðarfallega sýn og stundum áður. Hefur lærlingur glóbalistaforingjans Klaus Schwab orðið fyrir miklu mótlæti. Meirihluti Kanadamanna eru nefnilega ekkert á því að samþykkja nýjan „kolefnisskatt” ríkisstjórnar Kanada. Vilja Kanadamenn að skatturinn verði afnuminn eða felldur niður næstu þrjú árin.

Í síðasta mánuði tilkynnti ríkisstjórnin um „þriggja ára undanþágu frá kolefnisskatti fyrir húshitunarolíu“ og „hærri afslátt af kolefnisskatti“ vegna hærri framfærslukostnaðar á svæðum Kanada við strendur Atlantshafs. Þá mynduðu fylkisstjórar annarra fylkja órofa samstöðu og kröfðust svipaðra ívilnana.

59% vilja að skatturinn verði afnuminn eða lækkaður

Reuters greinir frá: Nýjasta skoðanakönnun frá Angus Reid stofnuninni afhjúpar „djúpan skilningsskort og ranghugmyndir“ um hversu mikinn skatt Kanadamenn greiða. Könnunin sýndi að 42% Kanadamanna vilja að kolefnisgjaldið verði fellt niður og 17% til viðbótar vilja að gjaldið verði lækkað tímabundið næstu þrjú árin. Fjórðungur vill frysta allar síðari hækkanir.

Aðeins 15% sögðu, að skatturinn ætti að halda áfram eins og áætlað var með fyrirhuguðum verðhækkunum í apríl á næsta ári. Kolefnisgjaldinu er ætlað að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og flýta fyrir umskipti yfir í „hreina orku.” Viðvarandi framfærslukreppa hefur orsakað, að 11% færri styðja kolefnisgjaldið núna miðað við 2021. Könnunin sýnir, að enn er vilji til að Kanada nái loftslagmarkmiðum fyrir árið 2030. Að því tilskyldu að efnahagi heimilanna verði ekki kollvarpað.

Íhaldsmenn með meðbyr

Íhaldsmenn í stjórnarandstöðu toppa skoðanakannanir um þessar mundir:

„Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsflokksins í Kanada, hefur lengi viljað afnema skattinn og heldur því fram að hann sé ósanngjarn kostnaður fyrir neytendur. Skoðanakannanir sýna, að Poilievre myndi sigra Trudeau ef kosningar yrðu haldnar í dag. Hins vegar verða ekki kosningar fyrr en árið 2025.“

Efnahagur heimilanna þolir ekki meiri skattaálögur

The Globe and Mail greinir frá: Þegar stuðningur almennings við kolefnisskattinn minnkar óðum vegna verðbólgu og versnandi afkomu, þá verður áskorunin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kanada erfiðari. Í kosningunum 2019 og 2021 studdu Kanadamenn kolefnisgjöld. Þá var málið á byrjunarstigi og kostnaðurinn ekki svo hár. Núna svíður heimilunum undan hækkandi kolefnisgjaldi.

Ný skoðanakönnun sýnir breytta afstöðu landsmanna. Þrír af hverjum fimm Kanadamönnum vilja, að skatturinn verði lækkaður eða felldur niður. Kjósendur frá vinstri til hægri vilja fleiri undanþágur til húshitunar. Andstæðingar kolefnisgjaldsins í Bresku Kólumbíu, þar sem kolefnisskattur landsins var fyrst kynntur, eru núna orðnir helmingi fleiri en stuðningsmenn skattsins.

Fylkisstjórar Kanada hafa myndað einstaka samstöðu gegn kolefnissköttum Justin Trudeau.

Skildu eftir skilaboð