Enginn tók þátt í sundmóti transfólks, af hverju?

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Þetta fjallaði þá ekki um að synda- frekar að skemma möguleika kvenna á að vinna keppni í íþróttinni.

Eins gott að skrá það segir snjáldurvinur minn Søs Lihn Nielsen

Ein athugasemdin við færslu Søs er „Enn merkilegra að The Guardian gróf ekki upp af hverju trans-konur taka ekki þátt. Hefðu átt að taka viðtal við a.m.k. einn einstakling.“

Lesa má fréttina hér.

Trans-kona sem skráir sig í sundkeppni fyrir trans-fólk getur gengið að sigrinum vísum ef viðkomandi er eini keppandi. Það er gott, skemmir þá ekki möguleika kvenna að vinna. Trans-kona sem hefur líkamsburði karlmanns hefur meiri möguleika á sigri í mörgum íþróttagreinum, því á að hafa trans-flokka. Þá er jafnræði meðal keppenda.

Kannski ratast Søs rétt orð á munn þegar hún segir að trans-konur vilji skemma fyrir konum.

Hér er fjallað um boxara sem dró sig úr keppni í Quebec þegar hún átti að keppa við trans-konu (karlmann). Hún fékk að vita þetta klukkustund áður en hún þau áttu að berjast. Ljóst að hér er um skemmdarverk að ræða.

Það er ekki bara hættulegt að trans kona taki þátt í kvennaíþróttum heldur getur verið lífshættulegt þegar box og bardagaíþróttir eru annars vegar.

Réttlátt! Dæmi hver fyrir sig.

Skildu eftir skilaboð