Að gæta hagsmuna þjóðarinnar

frettinInnlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fróðlegt að lesa frásögn fyrrum forseta Ólafs Ragnars Grímssonar af viðtali við sjónvarpsstöðina Sky, þar sem hann fór réttilega hörðum orðum um Gordon Brown forsætisráðherra Breta fyrir að beita Ísland hryðjuverkalögum og setja okkar í hóp með Al Kaída, Talíbönum og ISIS þegar við áttum hvað erfiðast. 

Afar fróðlegt að heyra að Tony Blair fyrirrennari Gordon Brown skyldi segja við hann að Brown væri þrjótur,sem hann var. 

Ólafur Ragnar stóð sig best í forsetaembætti, þegar hann lét ekki bugast í fjármálahruninu, en stóð með íslenskum hagsmunum hvar svo sem við var komið. 

Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar stóðu báðir einarðir með íslenskum hagsmunum varðandi Icesave og náðu ásamt annarra góðra manna hjálp, að koma í veg fyrir að við yrðum beitt afarkostum. 

Því miður voru ekki allir jafn ákveðnir og framsýnir í hagsmunagæslunni fyrir hönd Íslands.

Setning hryðjuverkalaga á Ísland var ólöglegt skv. alþjóðalögum, ósiðlegt og ósæmilegt og gjörsamlega ófyrirgefanlegt gagnvart vinaþjóð og bandalagsþjóð í NATO. Sú aðgerð olli okkur gríðarlegu tjóni. Það tjón vildum við Guðni Ágústsson, að Bretum yrði gert að bæta okkur og settum ítrekað fram þau sjónarmið og kröfur strax eftir að Bretar settu hryðjuverkalögin. 

Því miður var þá og í framhaldinu engin Davíð og engin Ólafur í forsvari fyrir Íslands hönd í ríkisstjórn og þáverandi ráðamenn og þeir sem við tóku sáu því miður ekki ástæðu til að standa með málstað Íslands gagnvart þeirri fólskulegu árás sem Bretar beittu okkur. 

Það skiptir alltaf máli fyrir þjóðir, að hafa góða málsvara á hvaða vettvangi sem er. Fólk, sem þorir sérstaklega þegar bjátar á, að standa með Íslandi, Íslendingum og íslenskum hagsmunum. 

One Comment on “Að gæta hagsmuna þjóðarinnar”

  1. Jón, þú ert nú meiri kjáninn að halda því fram að Bretland sé einhver vinaþjóð Íslands?

    Bretland er eina þjóðin sem hefur ráðist á Ísland frá stofnun lýðveldisins, ekki einu sinni heldur tvisvar, bæði í Þorskastríðinu og þegar þeir settu okkur á lista með hryðjuverkamönnum í hruninu, okkur hefur staðið mun meiri ógn af Bretlandi enn til að mynda Rússlandi.

    Ísland á að segja sig tafarlaust úr þessum NATO árásarsamtökum. Ísland á ekki að vera notað sem lendingar pallur fyrir stríðstól BNA og skósveina þeirra!

    Þú nefnir davið Oddsson sem einhvern bjargvætt út af Icesave, þú ert ekki betur að þér enn það að hann Davíð var einn af hugmyndasmiðunum af þessu banka viðskiptamódeli ásamt hjá konunni sinni honum Halldóri Ásgrímssyni, enda skiptu þeir pólitískt bönkunum á milli vina sinna.

    Ég er nú nokkuð viss að aðal ástæðan fyrir því að hann Ólafur Ragnar ákvað að samþykkja undiskriftasöfnun þjóðarinnar gegn Icesave var að næla sér í vinsældir á lokametrunum í sínu starfi.

Skildu eftir skilaboð