Leki úr landsrétti til Þórðar Snæs kærður – ekki rannsakaður

frettinDómsmál, Innlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Þórður Snær Júlíusson sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu fékk upplýsingar úr landsrétti sem fengnar voru með lögbroti. Starfsmaður landsréttar braut trúnað og starfsskyldur og kom upplýsingunum til Þórðar Snæs ritstjóra Kjarnans, nú Heimildarinnar. Málið var kært en hefur ekki verið rannsakað. Stutt er í að málið fyrnist.

DV afhjúpaði lekann til Þórðar Snæs. Gögn sem voru send til dómstólsins vegna kæru Aðalsteins Kjartanssonar, meðsakbornings Þórðar Snæs í byrlunar- og símastuldsmálinu, komust í hendur Þórðar Snæs. Milliliðurinn var Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Aðalsteins.

Í frétt DV frá í maí í fyrra segir:

DV ræddi stuttlega við Gunnar Inga sem kannast ekki við að hafa afhent umrædd gögn. DV ræddi einnig við Þórð Snæ, sem staðfestir að hann hafi lesið rannsóknargögn í málinu en segist hins vegar ekki sjá ástæðu til að tilgreina nánar hvað gögn hann hafi séð. „Ég hef lesið þau rannsóknargögn sem afhent voru í Landsrétti og ég sé ekki ástæðu til að tilgreina nánar hver þau eru. Hafi verið gerð þau mistök að afhenda of mikið af gögnum sé ég ekki að það sé mitt vandamál.

Gunnar Viðar skrifstofustjóri landsréttar staðfesti í viðtali að einhver hafi lekið upplýsingum, sem lögregla sendi dómnum, til óviðkomandi - Þórðar Snæs.

Lögregluembættið á Akureyri, sem fer með rannsókn byrlunar- og símastuldsmálsins, kærði lekann til lögregluembættisins í Reykjavík. Samkvæmt tilfallandi heimild er ekki enn farið að rannsaka lekann. Enginn hefur verið kallaður til yfirheyrslu. Í byrjun næsta árs fyrnist málið.

Leki úr dómskerfinu dregur út tiltrú og trausti á réttarkerfinu í heild. Ef starfsmenn dómstóla brjóta starfsskyldur án afleiðinga er komið hættulegt fordæmi.

Skildu eftir skilaboð