Tommy Robinson handtekinn í mótmælum gegn gyðingahatri

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í mótmælum tugþúsunda manna gegn gyðingahatri í London um helgina, þá handtók lögreglan íslamagagnrýnandann Tommy Robinson. Opinberar ástæður eru sagðar vera þær, að hann hafi með nærveru sinni „valdið ónæði á svæðinu.”

Mótmælt var í miðborg Lundúna á sunnudag, degi eftir að stuðningsmenn Hamas og Palestínumanna voru með sín mótmæli gegn Ísrael í London.

Mætti til að skrifa frétt um mótmælin

Meðal þátttakenda voru Boris Johnson fv. forsætisráðherra Bretlands auk fulltrúa frá ríkisstjórninni sem lýstu yfir stuðningi við gyðinga. Var ísraelskum og breskum fánum veifað og haldið á spjöldum sem á stóð „Aldrei aftur er núna“ og „Núll umburðarlyndi gagnvart gyðingahatri.” Að sögn skipuleggjenda mótmælanna var þetta stærsta samkoma gegn gyðingahatri í London í tæpa öld.

Tommy Robinson var mættur sem blaðamaður til að skrifa frétt um mótmælin. Lögreglan hefði tilkynnt fyrir mótmælin að Robinson væri ekki velkominn. Þegar hann mætti á staðinn ásakaði lögreglan Robinson fyrir að valda ónæði með nærveru sinni. Er Tommy Robinson neitaði að yfirgefa staðinn var hann handtekinn.

Á myndskeiðinu hérna að neðan má sjá hvernig handtakan fór fram, auk fyrri samtala við lögregluna.

Skildu eftir skilaboð