Ómerkir spámenn

frettinErlent, Jón Magnússon, Loftslagsmál1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Í dag byrjar gleðileikur loftlagskirkju Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Kommúnistinn Guterres aðalritari SÞ mun segja þáttakendum, enn einu sinni, að jörðin sé að farast. Raunar ætti hún að vera farin fyrir löngu skv.spám kardínála loftslagskirkjunnar.

Íslenska ríkið sendir að venju fámenna sendinefnd ekki nema 84 segir forsætisráðherra. Hvað skyldi nú hálfsmánaðardvöl í Dubai á lúxushóteli og ferðir fram og til baka kosta fyrir 84. Eins og fyrri daginn þurfum við ekki að spara. Fjármálaráðherra sér um sína.

1989 lýsti yfirmaður umhverfismála hjá SÞ því yfir að það væru þrjú ár sem við hefðum til að vinna eða tapa baráttunni um loftslagið.  

Al Gore spáði árið 2006 að fyrir 2016 yrði ekki hægt að koma í veg fyrir hamfarahlýnun og bráðnun íshellu heimskautanna, ef bruni kolefnaeldsneytis yrði ekki minnkuð gríðarlega. Því miður hefur hún aukist. Ekkert hefur samt gerst 

„96 mánuðir eftir með sama áframhaldi“

Í júlí 2009 sagði Karl Bretakóngur að við ættum 96 mánuði eftir með sama áframhaldi á bruna jarðefnaeldsneytis. Þegar það rættist ekki, þá uppfærði hann spána og sagði í júlí 2019 að við ættum ekki nema 18 mánuði eftir þ.e til janúar 2021. Mikill spámaður Kalli kóngur. 

Gréta Túnberg sem varð svo fræg fyrir að skrópa í skólanum, að Evrópuþingið fékk hana til að messa um loftslagsmál. Þar sagði hún að húsið væri að brenna og komið að hruni. Sama boðskap hafði hún fram að færa um haustið á þingi SÞ og kommúnistinn Guterres fagnaði henni sem spámanni aldarinnar. 

Hugsið ykkur dómgreind stjórnmálamanna í Evrópu og á þingi Sameinuðu þjóðanna að fá 16 ára stúlku, sem ekkert hefur lært og hefur enga sérstaka hæfileika eða þekkingu til að messa yfir sér og hvað þá að taka hana í Guða tölu eins og Guterres gerði.

Ómerkir spámenn

Allir spádómarnir eru sama marki brenndir. Þeir eru rangir. Samt er enn siglt upp með loftslagsráðstefnu SÞ í 28 sinn og engum af þeim 70 þúsund sem á ráðstefnunni sitja munu spyrja óþægilegra spurninga. Það kæmi þeim illa að gera það. Þannig er tjáningarfrelsið á tímum hinna nýju trúarbragða. 

Ekki skal dregið í efa að æskilegt er að draga úr útblæstri kolvísýrings og það hafa Evrópuríkin gert á þessari öld. 

Kína þrefaldað útblástur sinn

Á sama tíma hefur Kína þrefaldað útblástur sinn. Þeir úr loftslagskirkjunni, sem er í raun annt um málsstaðinn ættu því að beina sjónum sínum að Kína og mæta í mótmælagöngur á torgi "hins himneska friðar" í Peking. Gréta Túnberg ætti að leiða þær mótmælastöður sé henni annt um sannleikann og framtíðina. En það mun hún ekki gera vegna þess að það hentar ekki í kommúnistaríki þar sem Gréta Túnberg hefur lýst því yfir að loftslagsváin sé samkeppnisþjóðfélaginu, kapítalismanum að kenna.

Þá gengur ekki að mótmæla í Kína heldur andskotast í Evrópu þar sem stjórnmálaleiðtogarnir eru með aðgerðum sínum í loftslagsmálum og annarri fíflsku að eyðileggja lífskjör almennings og dragast aftur úr öðrum heimshlutum.

Sennilega er komið að því sem Steinn Steinar sagði í ljóði sínu Passíusáslmur nr. 51 að breyttum breytanda.

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna ekki meir ekki meir nú er nog komið og meira en það af fáránleika og fíflsku.

One Comment on “Ómerkir spámenn”

 1. ,,Húsameistari ríkisins
  tók handfylli sína af leir,
  og Hallgrímur sálugi Pétursson
  kom til hans og sagði:

  Húsameistari ríkisins!
  Ekki meir, ekki meir!“

  Ofangreindar ljóðlínur eru ekki úr Passíusálmi nr. 51,
  sem kunnugt er.

Skildu eftir skilaboð