Geldingaskaparinn í London 
- maður fangelsaður fyrir að fjarlægja getnaðarlim karlmanns

frettinEldur Ísidór, Erlent1 Comment

Eldur Ísidór skrifar:

Karlmaður sem stundar vændi skar í burtu kynfæri annars karlmanns, tók verknaðinn upp og birti á vefsíðu þar sem greitt er fyrir áhorf. 

Á vef BBC er sagt frá að Damien Byrnes, 36, fjarlægði getnaðarlim og eistu Marius Gustavsson með eldhúshníf í febrúarmánuði árið 2017. 

Fréttin fjallaði um mál Maríusar í apríl á síðasta ári

Ásamt Byrnes, játuðu Jacob Crimi-Appleby, 23 ára, og Nathaniel Arnold, 48 ára, grófa og alvarlega líkamsárás af yfirlögðu ráði. 

Crimi-Appleby frysti annan fótlegg Gustavsson í þurrís, sem leiddi til þess að fótleggurinn fór af, og Arnold fjarlægði hluta af annarri geirvörtu hans. 

Byrnes hlaut fimm ára fangelsisdóm. 

Crimi-Appleby var dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi. 

Arnold fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. 

Hér má finna fréttina frá því í apríl á síðasta ári.

Damien Byrnes játaði brot sín fyrir rétti í London. Mynd: Metropolitian Police London Frá vinstri: Damien Byrnes og Nathaniel Arnold.

The Old Bailey hafði áður heyrt að aðgerðin sem Byrnes gerði, tengist undirmenningu þar sem karlmenn verða "nullos" (geldingar) sem er hugtak þar sem fólk er gert kynhlutlaust, - með því að láta fjarlægja getnaðarlim og eistu. Hjá konum eru brjóst þeirra tekin af. 

Caroline Carberry, saksóknari, sagði að Byrnes, frá Tottenham í norðurhluta London, væri á meðal 10 manna sem ákærðir voru fyrir að taka þátt í miklum líkamslemstrunum. 

Hún sagði fyrir réttinum að Byrnes væri ráðinn af Gustavson, sem kallaði sig „geldingaskaparann“ og hafði tekið þátt í mörgum öfgafullum líkamslemstrunum, þar á meðal að fjarlægja kynfæri annarra karla. 

„Þetta er af óskalista mínum“ 

Gustavson játaði áður brot sín, þ.á.m. skipulagningu alvarlegrar líkamsárásar og verður refsing hans ákveðin í mars næstkomandi. Carberry, saksóknari, sagði fyrir rétti, að í desember 2016 hafi Byrnes „fúslega samþykkt“ að limlesta Gustavson fyrir 500 pund, vitandi að það yrði tekið upp fyrir vefsíðuna, en Gustavson lækkaði greiðsluna í 50 pund. Fyrir aðgerðina sagði Byrnes við Gustavson: „Ég sé ekkert athugavert við að gera þetta, en munt þú ekki missa mikið blóð, og jafnvel nær því að deyja?"

Að sögn lögreglu er þetta væri hnífurinn sem Byrnes notaði til að gelda Gustavson. Mynd: Metropolitan Police London.

Gustavson útskýrði fyrir honum að hann yrði deyfður og bundinn niður og leiðbeindi Byrnes um hvað hann ætti að gera, að því er dómurinn heyrði. Meðan á myndbandinu stóð mátti heyra Byrnes segja: "Jæja, þá er þetta hakað af óskalistanum. Ég bjóst aldrei við því." 

Myndskeið af limlestingunni var ekki sýnd fyrir rétti en lýst var af  saksóknaranum, sem sagði eftir að Byrnes fór hefði Gustavson hringt á neyðarlínuna. Dómstóllinn sagði að Gustavson hafi verið meðhöndlaður á sjúkrahúsi og útskrifaður eftir nokkra daga með tilvísun í geðmat. 

Þegar Byrnes fékk ekki greiðslu hótaði hann að fara til lögreglunnar, en Gustavson svaraði með því að segjast ætla að kæra hann fyrir hótanir, fjárkúgun og limlestingar.

Á tveggja ára tímabili greiddi Gustavson Byrnes fjárhæðir upp á meira en 1.500 pund, skv. dómskjölum.

Til refsimildunar fyrir Jacob Crimi-Appleby sagði lögfræðingur hans að hann hefði verið „tældur“ eftir að hafa fallið niður „kanínuhol“ á netinu. Mynd: Metropolitan Police London.

Játaði að hafa fryst fótlegg Gustavson

Crimi-Appleby, 23, frá Epsom í Surrey, játaði að hafa fryst fótlegg Gustavson í febrúar 2019. Meðan á réttarhöldunum stóð var sýnt myndband af Gustavson með fótinn í fötu af þurrís, þar sem Crimi-Appleby bætti ís við. Gustavson, sem notar nú hjólastól, fékk um 18.000 pund í bætur í kjölfarið. 

Nathan Arnold, 48 ára hjúkrunarfræðingur frá South Kensington í vesturhluta London, viðurkenndi að hafa afskræmt eina af geirvörtum Gustavsons sumarið 2019. Hann játaði einnig þjófnað fyrir að hafa stolið deyfilyfjum á árunum 2016 til 2022 frá Chelsea og Westminster sjúkrahúsinu, þar sem hann hafði starfað, og játaði sekt um vörslu á ofbeldisklámi.

Eftir handtöku hans árið 2022 viðurkenndi Byrnes það sem hann hafði gert og sagðist eiga í fjárhagserfiðleikum og hafa kastað upp eftir að hafa skorið kynfæri Gustavson af. 

Lisa Bald sagði fyrir réttinum að Byrnes, skjólstæðingur sinn, væri „hneykslaður og skammast sín“ fyrir það sem hann hafði gert. 

Til refsimildunar fyrir Arnold lýsti Neil Griffin honum sem samúðarfullum, blíðum, mildum og virðingarfullum hjúkrunarfræðingi sem framdi brotin á meðan hann var í maníu vegna geðhvarfasýki hans. 

Mynd af Nathan Arnold í gæsluvarðhaldi, sköllóttum manni með skegg.Nathan Arnold var lýst fyrir dómi sem miskunnsömum, blíðum, mildum og virðingarfullum hjúkrunarfræðing.

„Samþykki er ekki vörn“ 

Sean Poulier hélt því fram að skjólstæðingur hans Crimi-Appleby hefði verið „tældur“ af Gustavson sem er eldri,  eftir að hafa fallið niður „svarthol“ á netinu. 

Lögreglan sagði að sem hluti af rannsókninni hafi verið að horfa á ,,klukkutímum saman af skelfilegu myndefni, ferðast um Bretland í  leit að fórnarlömbum og vitnum.” lögreglan hafi einnig þurft að reiða sig á samvinnu við önnur bresk lögregluumdæmi ásamt því að leita til lögreglu í öðrum löndum. 

Lögreglan í Bretlandi hvetur alla þá sem hafa lent í álíka aðstæðum að leita sér læknisaðstoðar og hafa samband við lögreglu og vitna í ”Operation Vicktor”. Vinnan við að fletta ofan af þessum málum er varla byrjuð. 

Kate Mulholland, sérfræðingur saksóknara í London, sagði: „Samþykki er ekki vörn gegn ólöglegum skurðaðgerðum sem mennirnir framkvæmdu af fúsum og frjálsum vilja til þess að fjarlægja getnaðarlim, fótlegg og geirvörtu höfuðpaursins, ósæfðum og í ógnvekjandi og lífshættulegum aðstæðum.”

Fréttin hefur áður fjallað um svokölluð „Geldingarskjöl“ sem tengist þessari frétt óbeint. 

Sjá nánar: Nýjar leiðbeiningar um translækningar barna vekja óhug - Frettin.is

One Comment on “Geldingaskaparinn í London 
- maður fangelsaður fyrir að fjarlægja getnaðarlim karlmanns”

  1. Þarf sá sem lét skera af sér kynfærin að segja nokkuð nema að hann hafði verið í röngum líkama?

    Og hafi undirgengist leiðréttingu?

Skildu eftir skilaboð