Kirkjan mikilvægur aðili í friðarviðleitni í Úkraínu

frettinErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Trúarlegir aðilar geta stuðlað að friðarviðleitni milli Úkraínu og Rússlands. Þrátt fyrir öfluga veraldlega áherslu í stjórnmálum, þá hafa trúarbrögðin mikil áhrif á landfræðilegar og hernaðarlegar hliðar stríðsins sem stjórnmálamönnum yfirsést.

Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu(sjá pdf að neðan) sem gefin var út af bandarísku Friðarstofnuninni, USIP sem skrifar, að „átökin í Úkraínu séu margþætt og trúarbrögð gegnsýra öll stig.“


„Leiðandi stjórnmálamenn í ESB og Sviss gera að miklu leyti lítið úr hlutverki trúarbragða og þeirra sem vinna í þágu þeirra.“

„Á heildina litið verða Bandaríkin og aðrir alþjóðlegir aðilar að viðurkenna að trúarsamtök og trúarstofnanir munu að öllum líkindum halda áfram að gegna áberandi hlutverki á sviði stjórnmála, hugmynda og mannúðar í Úkraínu.“

Í skýrslunni koma einnig fram „elítuskoðanir“ t.d. skoðanir „leiðtoga ESB og Sviss“ sem „að mestu leyti gera lítið úr hlutverki trúarbragða og fulltrúa þeirra“ í friðarumleitunum í Úkraínu. Segir í skýrslunni:

Stjórnmálamenn taka greinilega ekki tillit til trúarlegra áhrifa eða treysta á trúarlega aðila, þegar verið er að taka ákvarðanir. Þetta viðhorf kann að sýna skort, þegar evrópskir stjórnmálamenn vinna með átök á alþjóðavettvangi.“

Uppbygging friðar aðallega staðbundin

Andrii Kryshtal, einn af meðhöfundum rannsóknarinnar, segir að trúaraðilar í Úkraínu skeri sig úr með því að gegna viðbragðshlutverki frekar en að vera opinber þátttakandi í friðarumleitunum. Kryshtal, sem er verkefnisstjóri hjá firðarstofnuninni „Conciliation Resources“ sagði í ræðu hjá USIP 18. janúar sl.

„Virk friðaruppbygging er aðallega staðbundin, með trúarleiðtogum.“

Kryshtal bendir á ,að bæði úkraínska grísk-kaþólska kirkjan og úkraínska rétttrúnaðarkirkjan „hafi enn söfnuði beggja vegna átakalínanna“ og geti því hjálpað fórnarlömbum stríðsins óháð þjóðerni.

En landfræðileg skipting hefur einnig skapað vandamál hjá stjórnmálaöflum í Moskvu og Kænugarði sem bæði reyna að fá trúarleiðtoga til að þjóna þörfum ríkisins. Kryshtal segir:

„Ýmsir stjórnmálamenn nýttu sér trúarbrögðin eftir innrásina.“

Þess vegna hafa komið upp árekstrar á milli þriggja stærstu trúfélaga í Úkraínu: úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar, UOC, í patriarkati Moskvu, rétttrúnaðarkirkjunnar í Úkraínu og úkraínsku grísk-kaþólsku kirkjunnar.

Trúarbrögðin nýtt í þágu stjórnmálahagsmuna

Catherine Wanner, prófessor við Pennsylvaníu háskóla lýsir ástandinu sem „nokkurs konar umboðsstríði á trúarvígvellinum samhliða hinu raunverulegu stríði.“ Hún telur að geta kirknanna til að leggja sitt af mörkum til friðarlausna sé enn mjög mikil, þökk sé nú núverandi skipulagi og mannúðarstörfum. Wanner segir:

„Ég veit ekki um margar ríkisstofnanir eða frjáls félagasamtök sem gætu boðið upp á sömu tækifæri.“

Fáir Úkraínumenn og Rússar hafa komist hjá stjórnmálavæðingu trúarbragðanna eftir innrás Rússa árið 2022. Í skýrslu USIP kemur fram, að jafnvel Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, sem áður var talinn afar veraldlegur, sé farinn að beita sífellt trúarlegri orðræðu, þegar hann talar um átökin:

„Þrátt fyrir að Zelenskí hafi sýnt lítinn áhuga á að halda ræður hlaðnar trúarbrögðum í upphafi forsetatíðar sinnar, þá hafa tilvísanir í trúarbrögð og fullvissu um andlegt sjálfstæði Úkraínu komið inn í orðræðu hans síðan seint á árinu 2022.“

Aukin atlaga gegn rússnesku ortodoxu kirkjunni fyrir utan Rússland

Forsetinn er einnig undir auknum þrýstingi frá ríkisstjórninni um að banna UOC vegna tengsla kirkjunnar við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna. Hann telur þó að slík ráðstöfun gæti hindrað möguleika landsins að fá aðild að ESB vegna trúfrelsiskrafna. Enn er von um að trúarleiðtogar á staðnum geti unnið að því að skapa frið og lækningu í viðkomandi samfélagi.

„Við þessar erfiðu kringumstæður hafa bæði styrkur og veikleikar trúaraðilanna komið skýrt í ljós Annars vegar hefur hæfni þeirra til að vinna að mjög svo árangursríkum mannúðaraðgerðum verið staðfest. Hins vegar hefur hlutfallslegur vanmáttur þeirra komið í ljós gagnvart ríkinu sem heldur áfram að nota trúarbrögðin í pólitískum tilgangi.“

Aukin skipting trúarbragða er ekki einangrað við Úkraínu heldur verður sífellt algengari meðal fyrrum ríkjum Sovétríkjanna í Austur-Evrópu. Þann 18. janúar var kirkjuleiðtoga eistnesku deildar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar skipað að yfirgefa landið. Hann var talinn ógna þjóðaröryggi Eistlands og sakaður um að „réttlæta ríkisstjórn Rússlands.“

pw_193-mapping_religious_landscape_ukraine

Skildu eftir skilaboð