Tilræði við sendiráð Ísraels í Stokkhólmi

EskiErlent, Hryðjuverk, ÍsraelLeave a Comment

„Hættulegur hlutur“ sem fannst fyrir utan ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi hefur verið eyðilagður, segir sænska lögreglan. Samkvæmt frásögnum vitna hefur atvikið hafi kveikt mikil viðbrögð, þar sem 100m svæði var girt af í kringum sendiráðið til að vernda almenning.

Lögreglan sagði við fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC, að það væri of snemmt að gefa frekari upplýsingar um hlutinn. Hún staðfesti að enginn hefði slasast. Sendiherra Ísraels í Svíþjóð sagði að gerð hefði verið tilraun til árásar á sendiráðið og starfsmenn þess. „Við munum ekki láta hræða okkur,“ skrifaði Ziv Nevo Kulman á samskiptaforritinu X. Hann þakkaði sænskum yfirvöldum fyrir skjót viðbrögð við atvikinu.


Í eigin færslu sagði Ebba Busch, aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, að hún væri „slegin“ og bætti við: „Hatrið gegn Ísrael er ógnvekjandi. Það verður að stöðva ofbeldisfulla öfgastefnu.“


Hringt var í lögreglumenn um klukkan 13:10 að staðartíma (12:10 GMT), samkvæmt útvarpsstöðinni TV4. Hlutnum var svo eytt af sprengjusérfræðingum sænsku lögreglunar, samkvæmt fréttum stöðvar fjögur, TV4.  Blaðamaður þess heyrði háværan sprengjuhvell á vettvangi.

Sænska ríkisútvarpið SVT sagði að vopnuð lögregla hafi mætt á vettvang og haft með sér sandpoka, til að nota við förgun hlutarins. Lögreglan segist vera að rannsaka málið. Sendiráðið er staðsett við vatnsbakkann í  Östermalm í miðborg Stokkhólms.

Skildu eftir skilaboð