Mark Zuckerberg neyddist til að biðjast afsökunar vegna aðgengi að kynferðislegri misnotkun barna á Facebook

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, spurði Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, við yfirheyrslu dómsmálanefndar öldungadeildarinnar um misnotkun á börnum á samfélagsmiðlum, hvort hann myndi biðja þær fjölskyldur afsökunar sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna kynferðislegrar misnotkunar á börnum þeirra á vettvangi Meta (Facebook, Instagram).

Þegar hann yfirheyrði Zuckerberg sem talaði undir eið, þá spurði Hawley Zuckerberg hvort hann vildi biðja fjölskyldur fórnarlambanna afsökunar en nokkrar fjölskyldur voru með við yfirheyrsluna. Zuckerberg varð við beiðni þingmannsins og bað fjölskyldurnar afsökunar. Zuckerberg sagði

„Mér þykir það leitt, að þið hafið orðið fyrir þessu öllu.“

„Enginn ætti að þurfa að ganga í gegnum það sem fjölskyldur ykkar hafa orðið fyrir. Þetta er ástæðan fyrir því að við höfum fjárfest svo mikið og ætlum að halda áfram leiðandi viðleitni til að tryggja að enginn þurfi að ganga í gegnum það sem fjölskyldur ykkar hafa lent í.“

 CNN greinir frá:

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, bað viðstaddar fjölskyldur við yfirheyrslu öldungadeildarinnar afsökunar og sagðist vera miður sín yfir „því sem fjölskyldur ykkar hafa orðið fyrir.“ Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Missouri skoraði þá á milljarðamæringinn Zuckerberg að greiða bætur til þeirra fjölskyldna sem eiga börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni og misnotkun fyrir tilstuðlan samfélagsmiðla Zuckerbergs.

Fulltrúar Meta, TikTok, Snap, Discord og X voru kallaðir fyrir laganefnd öldungardeildarinnar á miðvikudag, þar sem áhrif miðlanna á börn og unglinga voru tekin fyrir. Sérstaklega hvernig mannræningjar og barnaníðingar hafa komist upp með að nota samfélagsmiðlana til að stunda barnaníð og barnaklám.

Sjá má hluta yfirheyrslunnar á myndskeiði Youtube hér að neðan:

The Gateway Pundit hefur m.a. rakið málaferli yfrvalda í Mexíkó sem afhjúpuðu starfsemi barnaníðinga á Facebook og hvernig glæpamenn notuðu miðilinn í umfangsmikilli verslun með börn. Saksóknari Nýa Mexíkó rannsakaði samfélagsmiðilinn í leyni, þar sem rannsakendur þóttust vera börn undir 14 ára aldri. Rannsóknin leiddi í ljós hrikalegar niðurstöður meðal annars:

  • Svívirðilegum, kynferðislega grófum myndum var streymt beint til notenda undir lögaldri
  • Barnaníðingum var gert kleift að finna, hafa samband við og þrýsta á börn til að taka kynferðislegar myndir af sér og taka þátt í klámmyndum
  • Barnaníðingum var gert kleift að þrýsta á börn að ganga með í hópa á Facebook helguðum klámiðnaðinum
  • Leyfði notendum Facebook og Instagram að finna, deila og selja gríðarlegt magn af barnaklámi
  • Í leyniaðgerðinni gat tilbúin móðir boðið 13 ára dóttir sína til sölu til barnaníðinga og mannsmyglara og miðillinn bjó til faglega síðu svo hægt væri að hafa auglýsingatekjur af starfseminni

Skildu eftir skilaboð