Gústaf Skúlason skrifar:
Bændur víða að úr Evrópu söfnuðust í belgísku höfuðborginni Brussel, til að mótmæla lamandi grænu regluverki á landbúnaðinn. Telja margir þeirra það gert með þeim ásetningi að gera bændur gjaldþrota og flæma burt úr greininni. Allt í þágu öflugra risafyrirtækja sem vilja ná einokun á fæðuöflun jarðarbúa.
Framleiðslukostnaðurinn of hár fyrir landbúnaðinn
Bændur tjáðu hug sinn m.a með því að dreifa mykju og kveikja í mykjuhaugum fyrir utan byggingar ESB eins og sjá má á myndskeiðum á X hér að neðan. Á annað þúsund dráttarvélar sköpuðu umferðaröngþveiti í Brussel. Samkvæmt Reuters voru margir belgískir bændur mættir og með þeim bændur frá öðrum hlutum Evrópu. Jean-Marie Dirat sauðfjárbóndi frá suðvestur Frakklandi sagði við Reuters að kostnaðurinn hefði hækkað um 35 þúsund evrur á 12 mánuðum vegna hækkunar áburðar, eldsneytis, rafmagns og skordýraeiturs. Dirat sagði:
„Afi minn átti 15 kýr og 15 hektara land. Hann og fjölskyldan ól upp börnin sín og komst af án nokkurra vandræða. Í dag erum ég og konan mín með 70 hektara og 200 kindur og við getum ekki einu sinni borgað sjálfum okkur laun.“
Stjórnmálamenn á taugum vegna kosninga til ESB-þingsins
Jose Maria Castilla, fulltrúi spænsku bændasamtakanna Asaja, sagði við Reuters:
„Þið vitið hvað er að gerast: kosningar í nánd til ESB-þingsins og stjórnmálamenn eru afar taugaveiklaðir eins og framkvæmdastjórn ESB. Ég held að þetta sé besta tækifærið fyrir alla bændur í Evrópu að fara út á göturnar.“
Fjármálapakkinn til Úkraínu samþykktur
Elítan hafði undirbúið ESB-fundinn í dag til að samþykkja 50 milljarða evru fjármagnspakka til Ungverjalands og bola Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, burt ef hann stæði við hótun sína um að beita neitunarvaldi Ungverjalands til að stöðva pakkann. Meðal annars hafa lekið út gögn með áætlun ESB um að rústa efnahag Ungverjalands ef Orban myndi beita neitunarvaldi gegn pakkanum. Fjölmiðlar gera mikið úr „sigri“ ESB, því pakkinn var samþykktur. Eftir á að koma í ljós, hvað það var sem fékk Orbán til að breyta afstöðu til fjármálapakkans til Úkraínu. ESB hefur beitt Ungverjalandi fjárkúgun með því að frysta greiðslur sem landinu ber að fá samkvæmt reglum sambandsins og í skrifandi stundu ekki ljóst, hvernig þau mál standa núna. Meira um það síðar.
Hér að neðan má sjá fimm myndbönd af mótmælum bænda við höfuðstöðvar ESB í Brussel 1. febrúar:
Now. Farmers lay siege to the corrupt EU headquarters in Brussels. 🔥pic.twitter.com/sH7c6sVPcr
— David Vance (@DVATW) February 1, 2024
#BREAKING – Protests and fires outside the European Parliament as heads of state and government meet at the EU summit in Brussels. RATS ARE WORRIED!
Intelsky pic.twitter.com/SLIsJSMpiV
— Jack Straw (@JackStr42679640) February 1, 2024
Farmers protesting outside the European Parliament building in Brussels - 01/02/24 pic.twitter.com/oRTq6tcUH3
— Blackrussian (@Blackrussiantv) February 1, 2024
#BREAKING – COW FART HAS ARRIVED TO BRUSSELS. Ongoing tension in the European Parliament in Brussels
At least 600 farmers are present in front of the European Parliament, with around three helicopters monitoring the area.
WW3INFO pic.twitter.com/mGzF9beWnv— Jack Straw (@JackStr42679640) February 1, 2024
1,300 tractors in Brussels right now#FarmersProtest #FarmersProtest2024 #farmerprotest #farmers pic.twitter.com/HX7Po48jUg
— Frédéric Leroy (@fleroy1974) February 1, 2024