Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til grundvallar árása á bændur

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hvað er að gerast í Evrópu? Hvers vegna eru bændauppreisnir um alla álfuna? Að sögn hollenska réttarheimspekingsins Evu Vlaardingerbroek er allsherjar stríð í gangi gegn bændum sem glóbalistarnir standa að baki. „Markmið glóbalismans 2030 er það sem allt snýst um á endanum“ útskýrir hún í viðtali við Jordan Peterson. Viðtalið ber yfirskriftina: „Bylting þýskra bænda“ (sjá myndskeið að neðan).

Sögur endurtaka sig. Valdhafar ráðast á bændur – einu sinni enn. Bændur rísa upp í landi á eftir landi.

Nettó núll-losun efst á blaði

Til grundvallar árásanna á bændur í Evrópu eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 2030. Stjórnmálamenn og fyrirtæki starfa samkvæmt þeim, segir hollenski réttarheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek. Þetta snýst um „sjálfbærnimarkmið“ sem eru efst á blaði glóbalistanna. Eva Vlaardingerbroek segir:

„Ég tala oft um alheimsstríðið gegn bændum. Nettó Núll-losunin og að lokum Dagskrá 2030 sem er dagskrá Sameinuðu þjóðanna. Þar er að finna kjarnann í þessu öllu.“

Jordan Peterson og Eva Vlaardingerbroek (skjáskot youtube).
Gleymi ekki hvaðan maturinn kemur

Að sögn Vlaardingerbroek verður að stöðva þessa dagskrá. Það á ekki að ýta dagskránni áfram eins og sumir stjórnmálamenn telja. Það verður að víkja henni að fullu til hliðar. Vlaardingerbroek heldur áfram:

„Ég man eftir því, hvaðan maturinn minn kemur og ég vil geta haldið áfram að borða hollan mat. Ég vil halda áfram að lifa lífi mínu, ákveða sjálf hvert ég ferðast og ég vil ekki hafa þessa bölvaða glóbalista í mínu lífi.“

Bændurnir eru stærsta ógn glóbalistanna

Bændurnir eru stærsta ógn glóbalistanna. Það er líka ástæðan fyrir því, að valdhafar, bæði í dag sem og fyrr í sögunni, hafa ráðist á einmitt þennan hóp. Eva Vlaardingerbroek segir:

„Þetta er sá hópur samfélagsins sem getur raunverulega spyrnt fótum gegn glóbalistunum. Þeir hafa mannskap, eins og við höfum séð núna, til að lama heilt land. Þannig að ég vona, að þeir fari í verkfall og láti ekki þetta fólk hræða sig sem er að ráðast á okkur. Samtímis yfirfylla þeir löndin með innflytjendum og neita að senda þá til baka og blaðra bara um jafnrétti fyrir lögum.“

Sjá má stuttan bút á X og svo viðtalið í heild sinni hér að neðan:


One Comment on “Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til grundvallar árása á bændur”

  1. Bændur verða að standa í fæturna gagnvart yfirvaldinu því ´Grænu loftlagstrúarbrögðin´ er að ganga að þeim dauðum. Almenningur þarf líka að standa í fæturna gagnvart valdaelítunni því án bænda er engin matur, og engin matur þýðir HUNGUR!

Skildu eftir skilaboð