Stoltenberg tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

„Leiðin til friðar er að útvega meiri vopn“ sagði Stoltenberg um stríðið í Úkraínu. Það hefur fallið í góðan jarðveg hjá fv. menningarráðherra Noregs, Abid Raja, því hún hefur tilnefnt Jes Stoltenberg til friðarverðlauna Nóbels að sögn VG.

Fyrrverandi menningarmálaráðherra Noregs og annar varaformaður Frjálslynda flokksins, Abid Raja, tilnefnir Jens Stoltenberg yfirmann Nató til friðarverðlauna Nóbels. Raja segir við VG:

„Enginn hefur unnið meira að því að ná friði og lýðræði í Evrópu og heiminum á síðasta ári en Jens Stoltenberg. Því er eðlilegt að Frjálslyndir leggjum til, að hann fái friðarverðlaunin í ár.“

Stoltenberg hefur ítrekað haldið því fram að meira af vopnum séu leiðin til friðar í Úkraínu. Í byrjun árs sagði Stoltenberg:

„Vopn eru í rauninni leiðin til friðar.“

Í október 2023 sagði Stoltenberg:

„Þess vegna verðum við að halda áfram að styðja Úkraínu. Það þýðir fleiri byssur. Ég segi það, vegna þess að ég vil frið í Úkraínu.“

Í janúar 2023 sagði Stoltenberg:

„Vopn eru leiðin til friðar. Það kann að hljóma eins og þversögn.“

One Comment on “Stoltenberg tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels”

  1. Það er greinilegt að kúkurinn flýtur vel hjá þeim sem halda utan um þessi marklausu Nóbelsverðlaun!
    Vann ekki Barack Obama þessi verðlaun um árið?

    Þvílíkir fávitar!!!

Skildu eftir skilaboð