Orbán hitti bændurna í Brussel – hinir leiðtogarnir földu sig

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Leiðtogar ESB földu sig, þegar þúsundir bænda gerðu umsátur um Evrópuþingið sl. fimmtudag. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, kaus þess í stað að fara og ræða við mótmælendurna.

Viktor Orbán kom til Brussel til að taka þátt í leiðtogafundi ESB á fimmtudag og hitti þá bændur sem mótmæltu fyrir utan.

Bertalan Havasi, blaðafulltrúi forsætisráðherrans, sagði við fréttastofuna MTI, að Orbán hefði rætt við bændur um nauðsyn þess, að evrópskir leiðtogar færu að gefa raunverulegan gaum að hagsmunum almennings. Viktor Orbán sagði við blaðamenn á staðnum:

„Okkur vantar nýja leiðtoga, nýja stjórnmálamenn í Evrópu, sem eru fulltrúar fólksins í raun og veru. Eins og er – hvort sem um er ræða innflytjendamál eða stríðið í Úkraínu – þá er ekki hlustað á manninn á götunni. Það er lýðræðisbrestur.“

Reiðir bændur fylltu torgið við Evrópuþingið í Brussel í vikunni og kveiktu m.a. elda og köstuðu eggjum í þinghúsið. Mótmæli bænda gegn árásum ESB hafa farið eins og eldur í sinu í mörgum löndum ESB.

Skildu eftir skilaboð