Frönsku bændurnir breyta nú hraðbrautum í tún með mótmælum sínum: myndband

frettinErlentLeave a Comment

Mótmælin í Frakklandi sem hófust í desember síðastliðnum, hafa nú stigmagnast dag frá degi, og hafa bændur nú brugðið á það ráð að breyta hraðbrautum í tún. Bændurnir hafa lagt mold og áburði yfir hraðbrautirnar og þjappað með dráttarvélunum.

Bændur ætla því augljóslega ekki að gefast upp, „engin landbúnaður, engin matur, engin framtíð“ er slagorð bændanna. En þeir fullyrða að Evrópusambandið ætli sér að útrýma landbúnaðinum, og er þetta samkvæmt heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna, er haft eftir mótmælendum.

Mótmælin hafa teygt sig víða um Evrópu, og taka nú bændur frá Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Ítalíu og Spáni þátt í mótmælunum, og nú nýlega bættust pólskir bændur við.

Athygli hefur vakið að stóru meginstraumsmiðlarnir þegja um málið, en mótmælin eru talin líkleg til að koma af stað borgarastyrjöld í Evrópu.

Rannsóknarblaðamaðurinn Peter Sweden hefur fjallað töluvert um málið, myndskeið sem hann tók af hraðbrautunum má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð