Fangarnir við það að taka yfir sænsku fangelsin

frettinErlent, Gústaf Skúlason1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Vaxandi ofbeldisástand ríkir í sænskum fangelsum sem öll eru yfirfull. Dæmdir glæpamenn ganga lausir á „biðlista“ eftir að komast inn í fangelsin. Verkalýðsfélagið Seko segir að komið sé að þolmörkum.

Christer Hallqvist, formaður Seko, segir í viðtali við sænska sjónvarpið SVT:

„Við erum að missa stjórnina. Fangarnir taka meira og minna völdin yfir deildunum. Starfsfólkið forðar sér undan í stað þess að vera nálægt föngunum og enginn tími er til að afstýra atvikum. Þetta mun enda með ósköpum.“

Árið 2023 var tilkynnt um yfir 3.600 tilvik hótana og ofbeldis milli fanga og starfsfólks í fangelsum og stofnunum sem var greinileg aukning frá fyrra ári. Talið er að þrengslin séu einn þáttur í þessari þróun. Gunnar Strömmer, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, viðurkennir að ástandið á fangelsunum sé „undir miklu álagi.“ Hann bendir á að fangelsi hafi ekki verið byggð í langan tíma en núna eru teikningar nýrra fangelsa á borðinu.

Ofbeldi og hótanir í sænskum fangelsum

Á milli fanga:

2021: 1.242 atvik

2022: 1.198

2023: 1.333

Gegn starfsfólki:

2021: 1.744 atvik

2022: 1.962

2023: 2.354​

One Comment on “Fangarnir við það að taka yfir sænsku fangelsin”

Skildu eftir skilaboð