Leigusalar kjósa að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins

frettinGeir Ágústsson, InnlentLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Ráðherra hælisleitenda vill nú ekki meina að stofnanir sem heyri undir ráðuneyti hans séu að yfirbjóða venjulegt fólk á leigumarkaði til að koma þar fyrir hælisleitendum og flóttamönnum.

Voðalega er þetta loðið svar sem um leið stangast á við upplifun íbúa í Reykjanesbæ undanfarið ár eða svo:

Nú síðast berast fréttir af því að leigusalar kjósa að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins. Jafnvel virðist hagkvæmara að leggja niður rekstur hótels, segja öllu starfsfólki upp vinnunni og leigja ríkinu herbergin.

Af hverju eru menn að tala með loðnum hætti? Eru ekki til gögn um þróun leiguverðs, fjölda
leiguíbúða á markaði og allt þetta? Sundurliðað eftir staðsetningu og fleiru. Það má jú varla lána vini sínum aðgang að hluta bílskúrs án þess að þurfa skrá það í gagnagrunna ríkisins. Gögnin eru til. Er ekki einfaldlega hægt að fletta upp í þeim?

Ekki vantar heldur stofnanirnar sem taka saman gögn á ýmsa vegu um þróun hins og þessa: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Þjóðskrá, Seðlabanki Íslands, Hagstofan. Geta þessar stofnanir ekki upplýst okkur um eitthvað?

Ef ekki þá kemst ráðherra auðvitað upp með að vita hvorki hvað snýr upp né niður og getur þannig haldið blaðamanni í skefjum. 

Um daginn fékk ég senda mynd frá vini mínum sem átti erindi í Borgartúnið. Myndinni, sem ég birti í þessari færslu, fylgdi skilaboð í þá veruna að allt þetta mætti leggja niður, nema kannski mötuneytið. Ætla ég að taka undir þá hugmynd.

Skildu eftir skilaboð