Reiðir bændur mótmæla á Ítalíu

frettinErlent, Evrópusambandið, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Yfir 150 dráttarvélum var ekið á laugardaginn til bæjarins Orte norður af Róm, þar sem bændurnir kröfðust meðal annars lægri skatta á eldsneytið. Lögreglan greip inn í, þegar bændur reyndu að loka vegi með heyböggum.

Uppreisn bænda hafa farið eins og eldur í sinu um Evrópu. Þúsundir bænda í Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi hafa risið upp gegn grænni stefnu Evrópusambandsins og hækkun framleiðslukostnaðar ma. á dísil. Bændur á Ítalíu eru einnig þreyttir á háu eldsneytisverði og reglugerðum ESB sem ógna afkomu þeirra. Í borginni Orte söfnuðust 150 dráttarvélar saman á laugardaginn þar sem bændur kröfðust bættra kjara. Vegir voru einnig lokaðir með heybagga til að vekja athygli en lögreglan fjarlægði þær hindranir fljótt. Einnig hafa borist fregnir af mótmælum í borginni Bologna.

Dagblaðið Local ræddi við mótmælanda að nafni Felice Antonio Monfeli, sem sagði að „landbúnaðurinn hefði vaknað.“ Bændur hafa mörgum sinnum óskað eftir fundi við Giorgia Maloni forsætisráðherra eða öðrum fulltrúum ríkisstjórnarinnar en ekkert verið hlustað á það hingað til.

Skildu eftir skilaboð