Hvað kostar þessi velferðarstefna?

frettinInnlent, Jón Magnússon7 Comments

Jón Magnússon skrifar:

Fyrir síðustu helgi sagði einn ráðherra, að beinn kostnaður vegna hælisleitenda væru 16 milljarðar. Dómsmálaráðherra, sem þekkir þetta mun betur segir að beinn kostnaður vegna óstjórnarinnar á landamærunum sé um 20 milljarðar. 

Hvað skyldi þá heildarkostnaðurinn vera vegna stjórnleysisins á landamærunum? 30 milljarðar eða 40? Veit það einhver?

Hér er um gríðarlega fjármuni að ræða og það þarf tugi þúsunda vinnandi handa til að vinna fyrir þessari fölsku mannúð, sem stærsti hluti stjórnmálastéttarinnar hefur troðið upp á okkur með aðgerðarleysi sínu og þeim einbeitta brotavilja, að þykjast geta látið gott af sér leiða á kostnað íslensku þjóðarinnar og hætta um leið öryggi hennar, tungu og menningu. 

Fyrir kostnað við hvern einn hælisleitanda mætti tryggja lífsbjörg fyrir um 100 í þeirra eigin heimalandi. Það er því hvorki verið að huga að raunverulegri hjálp eða velferð heimsins. 

Svona fer þegar "góða fólkið" í rugli sínu og hugmyndasneið telur sig velja velferð heimsins umfram velferð eigin þjóða. En veldur bara tjóni og auknum erfiðleikum. 

Það verður að loka landamærunum og það er þjóðfjandsamlegt að ætla að flottræflast með að taka á móti hundrað eða hundruðum á grundvelli fjölskyldusameiningar. Slíkt er ekkert annað en áframhaldandi griðrof við Ísland og íslendinga og ófyrirgefanlegt með öllu nú þegar íslenska þjóðin á nóg með að tryggja sínu eigin fólki mannsæmandi lífskjör, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og skólavist.

7 Comments on “Hvað kostar þessi velferðarstefna?”

  1. Hvað ætli það séu margar heilbrigðar sálir á Íslandi sem mundu kjósa flokka sem vilja bjarga öllu nema Íslendingum ?
    Varla ein.
    Forvitnilegt að sjá næstu kosningar.

  2. Gunnar það sem þú ert að segja með því að kjósa flokka er áframhaldandi stöðuleiki á öllu bullinu sem nú er í gangi
    Flokkar eru ekkert annað enn frímúrarareglur, þetta fólk er bara að fara að vinna fyrir flokkinn sinn ekki fólkið í landinu.

    Það setur svolítin svartan blett á þessa ágætu fréttasíðu að það séu tveir eiginhagsmuna-áróðrs-frímúrarar að skrifa hér inni þeir Björn Bjarnason og Jón Magnússon, báðir þessir kaunar eru lítið annað enn siðblindir súrefnisþjófar og eiga betur heima í sínu hreiðri í Hádegismóum þar sem þeir geta gubbað sínu bulli með jafningjum.

    Sveiattan!!!

  3. Það er mjög gott mál að til séu skynsamir menn eins og Jón Magnússon sem eru tilbúnir að benda á þá klikkun sem nú er í boði vinstri klikkhausa og valdaelítunnar í heiminum. Auðvitað mun óheft innflytjendastefna leiða til skelfingar ástands á Vesturlöndum. Og það er mjög stutt í það, því miður. En svona fer þegar guðlausir manndjöflar fá að ráða ferðinni í heimsmálum.

  4. Brynjólfur, það mun nú seint kallast skynsemi að hlusta á eiginhagsmuna áróðurseggi til að leggja línurnar í samfélaginu, ég verð seint svo vitlaus að ég falli fyrir smjörkípunum úr þessum tveimur kaunum, það er engin meining bak við það sem rennur upp úr kjaftinum á þeim báðum, enda vel skólaðir á alþingi, með meistragráðu í hræsni og lygum!

    Það að vera guðlaus hefur EKKERT með skynsemi að gera, ég er nú nokkuð viss um að megnið af þessu fólki sem er verið að flytja til landsins trúir á enhvern guð bara ekki þann sama og þú, þetta eru lýsandi skoðanir sem maður sér hjá trúaröfgafólki,

  5. Ari Óskars skrifar „kjósa flokka er áframhaldandi stöðuleiki á öllu bullinu sem nú er í gangi
    Flokkar eru ekkert annað enn frímúrarareglur.“ Þetta er svo rétt hjá þér Ari .. Ég tel að almennir Íslendingar hafa ekki hugmynd hversu algeng og öflug Frímúrareglan er á Íslandi og hvað hún er virkilega að gera. Þetta sem við köllum Lýðræði og að við kjósum á 4. ára fresti telja flestir Íslendingar séu að Lýðræði en málið er að bakvið tjöldin er allt kerfið rigged! Fjórflokka kerfið er sett upp þannig að auðvaldið hefur alltaf valdið eins lengi og það lendir á fjórflokkunum. Með að kjósa erum við einungis að halda núverandi spilltu kerfi við völd. Hef ekki kosið í 30. ár því ungur að aldri sá ég strax að þetta kerfi hefur ekkert að gera með lýðræði.

  6. Ari, er ég að koma við viðkvæma taug í þér? Kannski að þú viljir upplýsa mig hvaða skynsemi það er að hleypa þúsundum hælisleitenda inn í fámenna þjóð á ári hverju, sem núna kostar skattgreiðendur yfir 20 milljarða á ári?
    En ég er sammála ummælum þínum ´það að vera guðlaus hefur EKKERT með skynsemi að gera´. Hverju orði sannara, það er engin SKYNSEMI að afneita Skaparanum. Bara skelfileg heimska. En auðvitað er tilgangslaust að rökræða við fólk sem álítur myrkrið vera betri áfangastað en hið SANNA LJÓS.

  7. Brynjólfur, þú ert svolítið mikið að misskilja mig 😉

    Við erum sennilega 100% á sömu skoðun hvað varðar þessa flóttamenn, hælisleitendur eða hvað allt þetta er kallað
    .
    Ég hef ekkert á móti trúuðu fólki, enda bý ég í þannig samfélagi hér í Færeyjum, þannig að svoleiðis fólk pirrar mig ekkert þótt ég lifi ekki fyrir neitt slíkt sjálfur. Og hvað varðar myrkur og ljós, þá kemur sólin upp hér líka á morgnana og sest á kvöldin eins og annarstaðar, þannig að ég sé bæði ljós og myrkur.

    Það sem þú ert ekki að skilja í kommentinu mínu hér að ofan enn Trausti skilur er það að þessir tveir eiginhagsmuna kaunar eiga halda sig í skíta hreiðrinu heima upp í Hadegismóum enn ekki hér á Fréttini.
    Ef þú lest betur pistlana sem þeir eru að skrifa og myndir átta þig betur á skrifum þessara manna þá ganga þau 100% út á gagnríni á flokksandstæðinga eða RUV vegna þess að þeir fara ekki nógu góðum höndum um þá og flokkssystkini þeirra. það kemur minna enn ekkert fram í pistlum þeirra hvað þeir myndu frekar vilja gera við peninginn sem er verið að eyða í þessa flóttamanna vitleisu og hvort þeir vilji gera eitthvað fyrir land og þjóð.
    Þessir tveir menn eru með meistragráðu í lygum og koma úr sama flórnum og Hannes Hólmsteinn hin íslenski Joseph Goebbels propaganda minnister flokksins.

    Ef ég myndi trúa þessum tveimur mönnum þá væri það eins og maður myndi trúa því að Steingrímur Njálsson væri að tala gegn kynferðisglæpum.

Skildu eftir skilaboð