Sigraði glæpaklíkurnar – endurkjörinn forseti í annað sinn

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StjórnmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Á sunnudaginn tryggði Nayib Bukele sér annað kjörtímabil sem forseti El Salvador. Þegar rúmlega 30% atkvæða voru talin, leit út fyrir að Bukele stefndi í stórsigur með 83% fylgi.

Búist er við að flokkur Bukele nái næstum öllum 60 sætunum á löggjafarþinginu, sem gerir hann að valdamesta leiðtoga í nútímasögu El Salvador. Bukele sagði við stuðningsmenn sína, þar sem hann stóð með eiginkonu sinni á svölum Þjóðarhallarinnar:

„Andstaðan var sundruð. El Salvador fór úr því að vera óöruggasta landið í það öruggasta. Bíðið og sjáið núna, hvað við munum gera á næstu fimm árum.“

Lét handtaka 75 þúsund manns

Bukele er mjög vinsæll meðal fólksins fyrir að hafa unnið á glæpagengjum landsins með góðum árangri og dregið úr morðum niður í nánast ekki neitt. Meira en 75.000 manns hafa verið handteknir án þess að vera kærðir, sem varð til þess að landið, sem eitt sinn var með þeim hættulegustu í heimi, breyttist í grundvallaratriðum. Bukele sagði:

„Svo, ef við höfum þegar sigrast á krabbameininu okkar, þar sem glæpaklíkurnar voru meinið, þá þurfum við bara að jafna okkur og verða manneskjan sem við vildum alltaf vera.“

Öryggið í fyrirrúmi

Æðsti kosningadómstóll El Salvador leyfði á síðasta ári, að Bukele byði sig fram annað kjörtímabil, þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins banni það. Andstæðingar eins og Daniel Ortega forseti nágrannaríkisins Níkaragva óttast, að Bukele muni reyna að stjórna það sem eftir er ævinnar. Josue Galdamez, kaupsýslumaður og kaupmaður sem studdi Bukele vegna krossferðar hans gegn glæpahópunum sagði:

„Það vita allir, að það er stjórnarskrárbrot að endurkjósa forsetann, en það sem fólk vill er öryggi. Þeim er alveg sama hvort það stangist á við stjórnarskrána, fólk vill bara fá öryggið.“

Hér að neðan má sjá tölfræði um morð sem hafa minnkað frá 6.656 ár 2015 niður í 103 ár 2023. Þessar aðferðir í baráttunni gegn glæpaklíkunum eru til fyrirmyndar og ættu ríkisstjórnir Vesturlanda t.d. Svíþjóðar að læra af þeim.

Skildu eftir skilaboð