Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hvetur repúblikana til að hafna tillögu í öldungadeild Bandaríkjaþings um hertar nýjar öryggisráðstafanir á landamærum, í skiptum fyrir 60 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu og önnur forgangsverkefni í þjóðaröryggismálum.
Trump skrifar í athugasemd (sjá neðar á síðunni):
„Aðeins bjáni, eða róttækur vinstri demókrati, myndi greiða þessu hræðilega landamærafrumvarpi atkvæði, sem eingöngu veitir heimild til að loka (landamærunum) eftir komu 5000 innflytjenda á dag. Við höfum nú þegar réttinn að LOKA LANDAMÆRUNUM NÚNA og það er það sem verður að gera. Þetta frumvarp er mikil gjöf til demókrata og ósk um dauða Repúblikanaflokksins. Það leysir demókrata undan (ábyrgð) á því hræðilega starfi sem þeir hafa unnið í innflytjenda- og landamæramálum og setur allt á herðar repúblikana. Ekki vera heimsk!!! Við þurfum sérstakt landamæra- og innflytjendafrumvarp. Það ætti ekki að tengjast erlendri aðstoð á nokkurn hátt, hvorki að gerð né umfangi! Demókratar hafa eyðilagt innflytjendamálin og landamærin. Þeir verða að laga þetta. GERUM BANDARÍKIN MIKIL AFTUR!!!“
118,3 milljarða dollara pakkinn inniheldur 60 milljarða dollara til Úkraínu, 14 milljarða dollara til Ísraels, 10 milljarða dollara í mannúðaraðstoð, næstum 5 milljarða dollara til bandamanna Asíu og Kyrrahafs, þar á meðal Taívan, auk 20 milljarða dollara í málaflokk landamæra.
Demókratar hafa gefið eftir ýmislegt varðandi landamærin til að fá fjárveitingu til Úkraínu og tengja þessi tvö mál saman í pólitískum tilgangi. Trump vísar slíkri samtengingu alfarið á bug og hvetur Repúblikanaflokkinn til að hafna frumvarpinu, því það sé stóra málið sem ráði úrslitum í komandi kosningum í haust, með væntanlegum sigri repúblikana yfir Joe Biden og demókrötum.
3 Comments on “Trump ráðleggur repúblikönum að hafna aðstoð við Úkraínu”
Joe Biden neitar að verja landamæri Bandaríkjanna, en er tilbúin að verja landamæri annarra landa. Svona fíflalæti eru aðeins möguleg í heimi þar sem Glóbalistar og vinstri-sinnaðir fjölmiðlar taka saman höndum.
Brynjólfur, Joe Biden er ekki að verja landamæri nokkurs annars ríkis frekar enn forverar hans, nema kannski Ísraels vegna mikilla fjárhagslega tengsla við Bandaríkin. Úkraínu hefur Joe Biden og hans lið fórnað til koma höggi á Rússland, það eina sem vakti fyrir stjórn Bandaríkjanna var það að fá þessa blessuðu öfga þjóernissinna í Úkraínu til að drepa sem flesta Rússa þótt mannfallið sé í kringum 400 – 500 þúsund Úkraínu megin er Joe Biden og hans hyski nokkuð sama.
Auðvitað snýst allt hernaðarbrölt USA um hagsmunagæslu valdaelítunnar, frá Kóreu til Víetnam til Suð-og Mið-Ameríku til Íraks til … (fylla inn), þeim er alveg sama um fólkið sem býr í þessum löndum. Og þeir hata Rússa. Ekkert nýtt þar.