Kemi Badenoch, jafnréttisráðherra Bretlands, segir að það séu ,,sterk sönnungargögn“ sem benda til þess að ungu samkynhneigðu fólki sé talin trú um að það sé trans.
Daily Mail greinir frá þessu í gærdag.
Kemi Badenoch bendir á að börn sem haga sér fyrir utan ramma úreltra staðalímynda geri það mun fyrr en þau átta sig á því að þau séu samkynhneigð.
Hún segir að margt bendir til þess að þessi hegðun valdi því að börn séu sett í óafturkræft transferli að illa ígrunduðu máli.
Bælingarmeðferðir við samkynhneigð
Í bréfi til kvenna- og jafnréttisnefndar vitnaði hún í fjölda rannsókna sem styðja þá fullyrðingu sem hún setti fram á síðasta ári að transferli væri „nýtt form bælingarmeðferða“ og að það sé „nánast faraldur“ þar sem ungt samkynhneigt fólk sé talið trú um það sé trans’.
Hún sagði við þingmenn: „Ég skuldbundið mig til að veita frekari upplýsingar um sönnunargögnin um að börn sem líklega vaxa úr grasi samkynhneigð gætu orðið verið sett í transferli að ósekju“.
Greiningar sýna að ungt fólk sem fer í transferli er yfirgnæfandi samkynhneigt.
Hún vitnaði einnig í viðtöl við fyrrverandi starfsmenn í heilbrigðisþjónustunni sem sögðust óttast að þeir væru að framkvæma „bælingarmeðferðir á samkynhneigðum ungmennum“ og „gera þá gagnkynhneigða“.
Ógagnreyndar bælingarmeðferðir á samkynhneigð hafa verið ólöglegar á Íslandi frá áramótum.