Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Þegar bloggari hugsar til þess hvers konar kúgun fólk er beitt hlýði það ekki því sem trans-hugmyndafræðin hefur að bjóða, kom Selma Gamaleldin upp í hugann. Hún var kennari. Foreldrar 7 ára drengs sem skilgreindi sig (eða foreldrarnir skilgreindu) annað en stelpu eða strák og fóru fram á að hún notaði fornafn trans-hugmyndafræðinnar. Selma var ekki á því enda stríðir það gegn trú hennar og lífsgildum. Hún sagðist tilbúin að nota nafn barnsins í stað trans-fornafns.
Vert er að taka fram, það ber engum skylda til að nota fornöfn eða nafngiftir trans hreyfinga.
Foreldrarnir létu ekki laust við fast fyrr en Selma var rekin frá skólanum þar sem hún starfaði. Hennar lífsgildi og trú voru einskins virði í augum stjórnanda og foreldra drengsins. Trans-hugmyndafræðin valtaði yfir hana.
Skólastjórinn hugsaði ekki um önnur börn sem vildu ekki missa hana. Sérlundaðir foreldrar tóku ákvörðun sem aðrir þurftu að beygja sig eftir og hin börnin misstu kennarann sinn.
REKIN fyrir að fylgja lífskoðun sinni og gildum.
REKIN fyrir að vilja nota nafn barns ekki trans-fornafn 7 ára drengs.
Hugrakkar manneskjur er þáttur í Svíþjóð og að sjálfsögðu var Selma boðuð þangað, enda hugrökk fram í fingurgóma.
Hvert eru við komin þegar skólastjórnendur grípa til þessa ráðs. Hvert eru við komin þegar trans-hugmyndfræðin ræður ríkjum á þennan hátt. Vonandi höfum við lært eitthvað og að árið 2024 kunnum við að virða skoðanir fólks og lífsgildi þó þau fari ekki saman við okkar eigin. Það sem Selma gerði er ekki brottrekstrarsök.
Um er að ræða hugmyndafræði kristinnar trúar annars vegar og hins vegar trans- hugmyndafræðinnar. Hvorug hugmyndafræðin er hinni merkilegri ef maður á að skoða það hlutlaust. Hvað veldur að hugmyndafræðin sem Selma lifir eftir er fótum troðin vegna trans-hugmyndafræðinnar?
Vonandi er þetta liðin tíð en Selma var rekin frá skólanum árið 2021. Hér má hlusta á viðtal við hana og hér er grein um málið.
Kennarasamband Íslands með Magnús Þór Jónsson og Félag grunnskólakennara með Mjöll Matthíasdóttur í fararbroddi myndu aldrei verja kennara á Íslandi myndi þetta gerast hér á landi. Dreg þá ályktun því þau hafa bæði sýnt í orðum og gjörðum að þau aðhyllast trans hugmyndafræðinni hvað sem það kostar.