Gústaf Skúlason skrifar:
Eftir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ákvað árið 2021, að nýjar bílategundir sem seldar eru í ESB yrðu að vera með svokallaðan atburðarritara eða „Event Data Recorder (EDR)“ þá eru margir bílar nú þegar komir með slíkan ritara, – nokkurs konar „svartan kassa“ eins og í flugvélum.
Ákvörðun ESB ár 2021 fól í sér að engin sala var leyfð á nýjum bílategundum innan Evrópusambandsins frá og með júlí 2022 nema að þeir væru búnar EDR. EDR má líkja við „svarta kassan“ í flugvélum sem hægt er tengja á mismunandi vegu. Að sögn tækniblaðsins „Teknikens Värld“ er algengast að ritarinn sé tengdur við útbúnaði loftpúða bílsins og eigandinn getur ekki gert ritarann óvirkan.
Núna hefur krafan verið útvíkkuð frá og með júlí á þessu ári. Verða allir nýir bílar sem skráðir eru innan ESB að vera með EDR búnað og gildir það fyrir fólksbíla og farartækja til vöruflutninga.
Frá júlí 2026 nær til viðurkenningu ökutækja í flokkum M2, M3 (strætisvagnar), N2 og N3 sem verður í júlí 2029 víkkað til að gilda um skráningu slíkra tækja.
EDR kerfið skráir m.a. hraða ökutækisins, hvers kyns hemlunaráhrif, stöðu ökutækisins og halla á veginum og stöðu ýmissa öryggiskerfa bílsins. Gögnin verða aðgengileg yfirvöldum eftir slys í þeim tilgangi að fara yfir og greina gang slyssins.