Þú átt að borga

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið um kostnað vegna hælisleitenda: 

„Það er ekki hægt að segja að það séu höml­ur á þessu þegar þetta eykst svona stjarn­fræðilega á til­tölu­lega stutt­um tíma. Þetta er komið í svo gíg­an­tísk­ar töl­ur að við erum bara ekki sam­fé­lag sem get­ur staðið und­ir þessu,“

Þegar beinn kostnaður við hælisleitendur er kominn yfir 20 milljarða og annað eins og jafnvel meira þarf varðandi þá sem þegar eru komnir þá gefur það auga leið,að þessi kostnaður skerðir lífskjör og velferð fólksins í landinu. 

Það er gott að hafa það í huga þegar virtar eru kröfur þeirra sem öskra á Austurvelli nú síðast barna úr Hagaskóla, sem gátu aðspurð vart komið heilli hugsun óbrenglaðri frá sér.

Raunar virðist það vera svo, að veruleg hugsanabrenglun ekki síst hjá fréttafólki, á sér stað varðandi þær kröfur sem óeirðarfólkið á Austurvelli hefur uppi. 

Kröfurnar eru að íslenskir skattgreiðendur sendi og greiði fyrir rannsóknarteymi til að finna það fólk sem hefur fengið vilyrði fyrir fjölskyldusameiningu og borgi síðan fyrir það ferðina til Íslands. 

Þegar samþykkt var illu heilli að taka við hópi fólks á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar, þá fól það í sér rétt fyrir viðkomandi til að koma til Íslands, en lagði engar skyldur á hendur stjórnvöldum. Múhameð Ali Baba bin Salman á ekki rétt á því að íslenskir skattgreiðendur greiði fyrir að finna konuna hans og flytja hana til Íslands af því að fallist var á beiðni hans um svokallaða fjölskyldusameiningu. 

Við höfum ekki frekari skyldur við það fólk sem samþykkt hefur verið að megi koma hingað en fólkið sem líður sára neyð í Darfur í Súdan eða kristið fólk vegna ofsókna Múslima í Nígeríu og þannig gætum við farið vítt og breytt um heiminn varðandi fólk sem á bágt og væri gott að geta hjálpað. 

Óeirðarliðið er að krefjast þess að fá að vera á beit í buddunni þinni og þú átt kröfu á því að íslenskir stjórnmálamenn standi í lappirnar og hafni því og standi með eigin þjóð gegn algerlega óeðlilegri og ósiðlegri kröfugerð. 

Samt er það svo, að þó þessi kröfugerð sé frekja og umfram velsæmi og allt sem eðlilegt er, þá kikna bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra í hnjáliðunum og gefa óeirðarliðinu undir fótinn með að verið sé að vinna í einhverju sem kemur skattgreiðendum ekki við.

Síðan þarf utanríkisráðherra að sæta því að Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, sem þó er komin frá góðu heimili, öskri á hann og fnæsi fyrir það eitt, að hann er ekki reiðubúinn að yfirlýsa að farið verði að kröfum óeirðarliðsins við Austurvöll og skattgreiðendur látnir borga fyrir það sem óeirðarliðið og aðstandendur þeirra sem heimilað var að koma illu heilli greiði sjálft. 

Af hverju geta ráðherrar ríkisstjórnarinnar ekki bent á það einfalda sem Guðrún Hafsteinsdóttir bendir á: "við erum samfélag sem getur ekki staðið undir þessu."

Það er mergurinn málsins og það er það sem á að segja við óeirðarliðið á Austurvelli sem og ofstopakvendi eins og Jóhönnu Vigdísi, sem fara fram með hreinum dónaskap og frekju gagnvart ráðamönnum með óeðlilegar kröfur á hendur skattgreiðendum.

Skildu eftir skilaboð