Gústaf Skúlason skrifar:
Einhverra hluta vegna, þá fjölgar nýjum krabbameinstilfellum í heiminum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO sendir núna frá sér viðvörun á vefsíðu sinni um að fjöldi nýrra krabbameinstilfella muni aukast um 77% fram til ársins 2050.
WHO greinir frá því að gert sé ráð fyrir að krabbameinstilfellum í heiminum muni fjölga gríðarlega á næstu árum. Árið 2050 er áætlað að nýjum krabbameinstilfellum hafi fjölgað um 35 milljónir, sem er aukning um 77% samanborið við 20 milljónir nýrra tilfella árið 2022. WHO skrifar að um sé að ræða:
„Hraðvaxandi krabbameinsbyrði á heimsvísu“
Breska blaðið The Telegraph greinir frá því að búið sé að þróa „byltingarkennd krabbameinsbóluefni“ sem núna sé verið að prófa á sjúklingum. The Telegraph skrifar:
„Vísindamenn nota mRNA tæknina í Covid sprautunum til að búa til ný bóluefni sem geta meðhöndlað og jafnvel læknað krabbamein.“
Samkvæmt fréttastöðinni WFTV 9 er krabbamein að verða algengara alls staðar í heiminum. WHO reknar með að mest fjölgun verði í ríkum löndum með 4,8 milljónum nýrra krabbameinstilfella árið 2050. Búist er við að rík lönd – lönd sem eru hátt á HDI kvarða „Human Development Index“ – muni þjást af verstu fjölguninni með 4,8 milljónum nýrra tilfella árið 2050, samkvæmt WHO.
2 Comments on “WHO boðar stórfellda aukningu krabbameins”
Aldeilis glæsilegt. Verða þessir krabbaræflar ekki bara sendir til Grímseyjar?
Þetta er ein af aukaverkunum vegna sprautunnar sem vísindamenn hafa verið að benda á.