Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Slæmir yfirmenn eru alls staðar og þeir geta verið heilsuspillar. Í grunn- og framhaldsskólum landsins finnast misgóðir og inn á milli slæmir stjórnendur. Starfsfólk hefur flúið starf sitt vegna yfirmanns. Fræðsluyfirvöld gera oftast lítið þegar yfirmaður er annars vegar.
Í litlum bæjarfélögum, sem hefur kannski bara einn skóla eða fáa, getur ástandið orðið verulega slæmt fyrir einstaka starfsmann. Yfirmenn þekkja stjórnendur og hafa jafnvel tengst vinaböndum. Bloggari las áhugaverða grein um slæma yfirmenn og þýddi lauslega.
Flest okkar munu kynnast lélegri stjórnun á starfsævinni. En hvenær fer slæmur yfirmaður að hafa áhrif á heilsu starfsmanns?
Það eru nokkur einkenni, skrifar Simon L. Dolan í nýrri bók sinni um streitu á vinnustað.
Er yfirmaður þinn öfundsjúkur vegna velgengni annarra? Eignar hann sér heiðurinn af verkum annarra? Bera hann sig saman við aðra? Sér hann keppendur eða jafnvel óvini alls staðar? Stuðlar ástandið að streitu og átökum? Ef svarið er já við þessum spurningum gætur þú haft yfirmenn sem hafa áhrif á heilsuna þína.
Þunglyndur í vinnunni?
Það er starfið sem hefur mest áhrif á andlega heilsu fólks," skrifar Simon og vísar til bandarískra gagna.
Þetta er í samræmi við fjölda annarra rannsókna í atvinnulífinu. Dönsk rannsókn sýnir að ósanngjarn yfirmaður og slæmt vinnuumhverfi getur gert fólk þunglynt.
Afskiptalausir stjórnendum sem krefjast alls án jákvæðrar endurgjafar auka hættu á þinglyndi starfsmanna samkvæmt áströlskum rannsóknum. Léleg stjórnun dregur úr starfsmönnum og skapar óheilbrigða streitu á vinnustað segir Simon í bókinni.
Þrýstingur og áhyggjur valda óheilbrigðri streitu. Streita er í sjálfu sér ekki hættuleg, segir höfundur en að hafa mörg verkefni og lítinn tíma til að vinna þau er stundum viðunandi. Að hafa ákveðið álag í vinnunni er eðlilegt. En hafir þú ert alltaf áhyggjur og heldur að hlutirnir muni fara úrskeiðis getur þrýstingur breyst í neikvæða streitu.
Slæmir yfirmenn skapa og auka óheilbrigða streitu. Þeir anda ofan í hálsmál starfsmanns, stjórna og skapa ótta. Hættulegur yfirmaður getur eyðilagt vinnuumhverfi. Í Noregi verða um fimm prósent starfsmanna fyrir einelti í vinnunni á hverjum tíma. Í helmingi tilvika er yfirmaðurinn yfirgangsseggurinn, samkvæmt rannsókn frá háskólanum í Bergen og Vinnueftirlitinu.
Rétt fólk í kringum sig
Slæmir yfirmenn hafa tilhneigingu til að safna hirð tryggra starfsmanna í kringum sig, skrifar Simon í bókinni. Þeir sem eru inn undir hjá stjórnendum og komast upp með meira en hinir. Þeir eru oft verðlaunaðir með stöðum sem aðrir fá ekki. Þegar þeir njóta verðlaunanna halda þeir áfram á sömu braut og verða slæmir leiðtogar. Þannig verður neikvæð vinnustaðamenning til að sögn Simon.
Tölur frá 2016 sem Vinnueftirlitið birti sýna að slæm vinnustaðamenning kostar um 30 milljarða árlega. Hér er um að ræða kostnað vegna lakari lífsgæða, sjúkradagpeninga og örorkubóta.
Enginn fæðist svona
Enginn fæðist slæmur yfirmaður, en allir geta orðið slíkir, samkvæmt Simon L. Dolan. Þetta felst í sér hvernig stjórnendur takast á við streitu. Yfirmenn hafa oft vinnuálag sem þeir geta ekki stjórnað. Þeir þurfa að leysa mörg flókin vandamál fljótt og þeir verða að fylgjast með og helst vera á undan þróun á sínu sviði.
Mörkin milli vinnu og tómstunda eru fljótandi eða engin. Næstum 60 prósent stjórnenda upplifa sig örmögnun í lok dags, samkvæmt könnun sem birt er í bókinni. Það gæti verið upphafið að kulnun.
Það er erfitt fyrir stjórnendur að forðast streitu, sagði Simon. Margir hafa lært að takast á við mikinn hraða og mikið vinnuálag. Aðrir höndla það illa. Þeir láta eigin óheilbrigða streitu bitna á starfsmönnum sínum.
Slíkt ástand getur spillt heilsu fólks. Það er ekki gott fyrir vinnustaðinn. Vel stjórnuðum vinnustað vegnar betur og er afkastameiri samkvæmt Simon L. Dolan.