Gústaf Skúlason skrifar:
Valdaelítan í Svíþjóð er að reyna að fá sænsku þjóðina til að búa sig undir komandi stríð. Þessi hættulega þula getur leitt til „Ragnaraka“ að sögn Dmitry Medvedev, fv. Rússlandsforseta. Stríð við Rússland verður ekkert skotgrafastríð heldur stríð með flugskeytum og eldflaugum „með sérstökum sprengjuoddum“ skrifar hann á Telegram. Það verður „endir alls.“
Nató hefur lýst því opinberlega yfir, að undirbúningur sé hafinn fyrir stríð gegn Rússlandi. Slíkt stríð komi á næstu 20 árum. Í Svíþjóð hamast hernaðaryfirvöld og stjórnmálamenn við að undirbúa Svía fyrir komandi stríð. Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands, varar við slíku tali:
„Slíkt tal er hættulegt. Leiðtogar Evrópu ljúga um raunveruleikann með kaldrifjuðum hætti að þegnum sínum. Stríð á milli Nató og Rússlands verður ekki háð með stórskotaliði, brynvörðum farartækjum, drónum eða í skotgröfunum. Það mun ekki líkjast sérstakri hernaðaraðgerð Rússlands í Úkraínu.“
Dimitry skrifar:
„Nató er risastór hernaðarblokk með tæpum milljarði íbúa og heildarfjárlög til hernaðarmála allt að einni og hálfri billjón dollara. Við höfum einfaldlega engan valkost vegna risavaxinna hernaðarmöguleika Nató.“
„Til að vernda landhelgi lands okkar munum við nota flugskeyti og eldflaugar með sérstökum sprengjuoddum. Þetta kemur fram í skjölum um hernaðarstefnu okkar og er öllum mjög vel kunnugt. Það mun bókstaflega þýða heimsendi. Endi alls“.
„Þess vegna ættu vestrænir stjórnmálamenn að segja kjósendum sínum bitran sannleikann og ekki koma fram við þá eins og heiladauða fávita. Útskýrið fyrir þeim, hvað raunverulega muni gerast og ekki endurtaka þann sviksamlega áróður um að vera reiðubúinn að fara í stríð við Rússland.“
One Comment on “Medvedev fv. Rússlandsforseti: Stríð við Rússland verða Ragnarök”
Stríðið í Úkraínu er proxy-stríð í boði NATÓ. Er hatur elítunnar og fjölmiðla á Rússum virkilega svo mikið að það sé réttlætanlegt að fórna öllum heiminum fyrir slíkt hatur og valdabrölt og yfirgang?