Jón Magnússon skrifar:
Því hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að við værum gríðarlega rík þjóð. Samt hefur ríkissjóður verið rekinn með viðvarandi halla allan þann tíma sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa verið við völd.
Árið 2007 og 2008 var okkur sagt hvað við værum rík þjóð. Þáverandi ríkisstjórn taldi því rétt að ríkisstjórnin flygi til funda á einkaþotum og hver einasti þingmaður hefði aðstoðarmann og sumir fleiri en einn. Ég er stoltur af því að hafa einn þingmanna greitt atkvæði á móti því bruðlfrumvarpi.
Ríkidæmið hrundi haustið 2008 og allt í einu vorum við þjóð í verulegum fjárhagslegum vanda. Þá lá fyrir að ríkisstjórnin hafði látið reka á reiðanum í ríkisdæmispartíinu.
Vegna gæða náttúruaflanna og ofurferðamannastraums tókst þó að vinna skaplega úr Hruninu.
Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið samstaða um fátt annað en að eyða um efni fram. Þó að váboðar hafi svo sannarlega verið sýnilegir um árabil, þá hefur ekki verið brugðist við. Öllum mátti vera ljóst að hælisleitendamálin mundu verða óviðráðanleg nema brugðist yrði við. Það var ekki gert. Öllum mátti líka vera ljóst að með því að láta reka á reiðanum mundi verða orkuskortur í landinu. Einnig mátti öllum vera ljóst að með því að eyða um efni fram og tæma hamfarasjóði hefðum við ekki nóg fyrir okkur að leggja ef eitthvað bjátaði á.
Stjórnarflokkarnir fagna því að í blaðinu the Economist erum við í 8. sæti þeirra þjóða þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar. Stjórnarflokkarnir segja að þetta sýni hvað við séum rík,en það er röng ályktun. Telja menn virkilega að við séum ríkari þjóð en Danmörk, Svíþjóð eða Saudi Arabía sem eru mun neðar á þessum lista en við svo dæmi séu tekin. En stjórnmálastéttin vill greinilega láta eins og engin endir verði á partíinu ekki frekar en hún vildi það 2007 og 2008 þegar þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður Viðreisnar flaug þrisvar sinnum til Peking með maka sínum á kostnað ríkissjóðs til að horfa á handboltaleiki.
Nú stöndum við frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum sem munu verða þjóðarbúinu erfiðar og kostnaðarsamar. Gera verður átak í orkumálum til að binda endi á orkuskortinn. Það kostar mikla peninga. Hælisleitendamálin eru stjórnlaus og við verðum að loka landinu fyrir hælisleitendum og einnig að hætta við svokallaða fjölskyldusameiningu fólks frá Gasa. Annað eru griðrof stjórnmálamannanna við þjóðina.
Það er ekki hægt að bíða eftir frumvörpum um breytingu á útlendingalögum. Það verður að gera ráðstafanir strax.
2 Comments on “Ríka þjóðin”
I agree with Jón Magnússon’s sobering assessment of the state of the Icelandic nation. Regrettably I must sound pessimistic for you are saddled with an incompetent & corrupt government, and a cadre of radical leftwing Woke women determined to bring ruin to the Icelandic nation.
Let us take stock of the happenings of just the past few weeks:
– An ISIS radical was apprehended in Akureyri. A serious government would have called an all-hands-on-deck emergency meeting to review its security procedures, and a comprehensive review of immigration policy. But the news melted away. There was not a peep from the Prime Minister, whose only points of concern seem to be Gaza and Gender! Gender! The main media outlets quickly made the news go away for the media in Iceland exists not to report news but to bury it.
– The scandal about airline passenger manifests. Iceland has no idea who is coming into the country.
– Austurvöllur camp where a ragtag bunch of Palestinians effectively bullied the Icelandic nation into submission.
– School attack at Fjölbrautaskólinn í Breiðholti by refugee Arab boys, again quickly dissolved into oblivion by the media.
And then, just in the past week we saw or learnt about –
– Staggering 20 billion ISK per year is the amount spent on refugees & asylum seekers. What in the world is this insanity?
– School kids protesting in favour of Palestinians, demanding that more of them be brought into the country. So we now have kids being exploited to make political statements and facilitate flooding the country with migrants.
And the climax –
– Radical have taken over the running of a parallel foreign policy and immigration policy, going to Gaza to shovel more Ahmads into Iceland while the government remains on the sidelines, a hapless spectator.
My own calculation is that Iceland has crossed the Rubicon and, absent a miraculous reversal of policy or divine intervention, is headed for a disaster, the full impact of which will be felt in the next 5-10 years. The people you are importing today are the worst kind of people you could have in your midst. Not going to end well.
I wish I could offer a more rosy picture, but I am not given to deluding myself with fantasies.
„ Því hefur verið haldið fram um nokkurt skeið, að við værum gríðarlega rík þjóð. Samt hefur ríkissjóður verið rekinn með viðvarandi halla allan þann tíma sem ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur hafa verið við völd. “
Er Ísland rík þjóð, hverjir er að halda því fram aðrir enn þú og skósveinar þínir að Ísland sé rík þjóð, þið gasprið þetta upp alla daga?
Almenningur er að sliga undan kerfinu sem mjólkar hverja einustu grónu og meira til af fólki í boði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssonar og Sigurður Ingi Jóhannsson. Ástandið á Íslandi hefur aldrei í sögunni verið verra enn núna og á bara eftir að versna með áframhaldandi hugsunarhætti þeirra sem sitja á alþingi.
„ Vegna gæða náttúruaflanna og ofurferðamannastraums tókst þó að vinna skaplega úr Hruninu. “
Ferðaþjónustan skilar minna enn allar aðrar atvinnugreinar í ríkiskassann vegna lægri skattheimtu í boði þín og þinna flokkssystkina. Þú ert ekki betur enn svo að þér að fólkið í landinu þurfti að borga allann brúsann af fylleríinu sem þú og þínir sköpuðu fyrir hrun 2008.
„ Innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur hefur verið samstaða um fátt annað en að eyða um efni fram. Þó að váboðar hafi svo sannarlega verið sýnilegir um árabil, þá hefur ekki verið brugðist við. Öllum mátti vera ljóst að hælisleitendamálin mundu verða óviðráðanleg nema brugðist yrði við. Það var ekki gert. Öllum mátti líka vera ljóst að með því að láta reka á reiðanum mundi verða orkuskortur í landinu. Einnig mátti öllum vera ljóst að með því að eyða um efni fram og tæma hamfarasjóði hefðum við ekki nóg fyrir okkur að leggja ef eitthvað bjátaði á. “
Bjarni Benediktsson, Kartín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson bera öll jafna ábyrgð á þessari stöðu
Við sköpum þennann orkuskort sjálf með heimskum yfirlýsingum að rafmagnvæða allt, þar með talinn skipaflotann,
þetta er óframkvæmanlegt. á sama tíma á að skattleggja aðra orkukosti til að sleikja rasgötin á umhverfis-glóbalistunum.
„Stjórnarflokkarnir fagna því að í blaðinu the Economist erum við í 8. sæti þeirra þjóða þar sem þjóðartekjur á mann eru hvað hæstar. Stjórnarflokkarnir segja að þetta sýni hvað við séum rík,en það er röng ályktun. Telja menn virkilega að við séum ríkari þjóð en Danmörk, Svíþjóð eða Saudi Arabía sem eru mun neðar á þessum lista en við svo dæmi séu tekin. En stjórnmálastéttin vill greinilega láta eins og engin endir verði á partíinu ekki frekar en hún vildi það 2007 og 2008 þegar þáverandi menntamálaráðherra og núverandi formaður Viðreisnar flaug þrisvar sinnum til Peking með maka sínum á kostnað ríkissjóðs til að horfa á handboltaleiki. “
Ertu virkilega að trúa því sem blaðið Economist er að segja?
Þeir sem stjórna Economist eru sama fólkið og er að stjórna Vestrænum heimi í dag, ef þú ert í réttu liði færðu klapp á bakið og allt er fínt hjá þér!
Þú ert nú meiri hræstnarinn Jón Magnússon, við vitum það báðir að þið Þorgerður hafið verið flokksystkini tvisvar og ekki útilokað að þið eigið eftir að verða það oftar eftir því hvoru megin græna grasið mun vera grænna.
„ Nú stöndum við frammi fyrir alvarlegum náttúruhamförum sem munu verða þjóðarbúinu erfiðar og kostnaðarsamar. Gera verður átak í orkumálum til að binda endi á orkuskortinn. Það kostar mikla peninga. Hælisleitendamálin eru stjórnlaus og við verðum að loka landinu fyrir hælisleitendum og einnig að hætta við svokallaða fjölskyldusameiningu fólks frá Gasa. Annað eru griðrof stjórnmálamannanna við þjóðina. “
Það þarf engin orkuskortur að verða, það þarf rökrétta hugsun eins og var að benda á hér að ofan.
Það var ekki peningaskortur þega þessir svokölluðu varnargarðar voru reistir til að verja einkarekna innviði flokksystkina þinna, eigandana af Bláalóninu eða fjárausturinn sem fór í proxy stríðið ykkar austur í Úkraínu. Þetta er líka vanræksla og vanvirðing við þjóðina í boði spilltra stjórnmálamanna.
„ Það er ekki hægt að bíða eftir frumvörpum um breytingu á útlendingalögum. Það verður að gera ráðstafanir strax. “
Mikið myndi ég fagna því að það yrði skrúfað fyrir kranann þegar kemur að þessum ansdkotans flóttamannainnfluttningi.
Enn þá spyr ég líka, hvað um allan innfluttninginn á vinnuafli sem er búið að standa yfir síðast liðin tuttugu ár hér af fólki sem telur meira enn einn fjórða af búsetu á Íslandi. Þetta hefur skapað algjört hrun á húsnæðis og leigumarkaði sem snertir íbúa landsins sennilega meira enn nokkuð annað. Þetta er í boði þín og flokksystkina þinna.