Rannsóknarblaðamaðurinn Peter Sweden var nýlega kærður af norsku kirkjunni, fyrir að afhjúpa afbrigðilega hegðun innan norsku kirkjunnar á meðal fullorðinna karlmanna, sem m.a. hafa viðurkennt að vera kynferðislega brenglaðir.
Blaðamaðurinn fer vel yfir málið á aðgangi sínum á X-inu, þar sem hann hrekur málavexti, og segir hann málið með ólíkindum og vekji upp spurningar um óheiðarlega starfshætti.
Sweden segir að hann hafi í raun orðið fórnarlamb eltihrella innan norsku kirkunnar, og hegðun þeirra sé langt frá því sem teljist kristin hegðun.
Hluti af pistlinum er þýddur hér neðar:
„Maður skyldi halda að staður sem kallar sig kirkju ætti að vera öruggur staður. Staður til að leita Guðs, staður til að finna stuðning og aðstoð við áskoranir lífsins. Því miður, eins og við höfum heyrt um allt of oft, þá er þessi valdastaða eitthvað sem getur verið mjög eyðileggjandi þegar hún fellur í rangar hendur,“ segir Sweden.
Blaðamaðurinn greinir frá því að í þessari tilteknu svokölluðu kirkju, hafa þeir engan opinberan prest fyrir ungmennahópinn. En það er maður á miðjum þrítugsaldri sem hefur meira og minna bara tekið að sér leiðtogahlutverk.
Við erum að tala um að æskulýðssamkomur eigi sér stað, þar sem þessi fullorðni maður hangir EINN með stelpum og strákum allt niður í 13 ára - langt fram á nótt og spilar með börnunum. Af hverju ætti fullorðinn maður að gera það? Það væri ekki óeðlilegt að þessi maður væri einn með börnin svo seint sem klukkan tvö eða þrjú á morgnana, segir Sweden.
Það er einmitt sem þessi maður gerði.
Og auðvitað voru foreldrarnir ekki þarna. Þau vissu ekki hvert börnin þeirra voru að fara. Þeir töldu að börnin þeirra væru örugg í höndum þessa andlega leiðtoga í kirkju sinni á staðnum.
Ég talaði beint við þennan mann til að komast að því hvað væri í gangi hérna og hann viðurkenndi reyndar fyrir mér að hann hefði glímt við kynferðislegar syndir í fortíðinni en hélt því fram að Guð hefði frelsað hann frá því.
Þegar ég ákvað að gera frekari rannsóknir urðu hlutirnir mjög skýrir. Þegar hann skoðaði Instagram prófílinn hans kom í ljós að hann fylgdist ekki með einum, heldur mörgum reikningum sem myndu teljast klámfengnir í eðli sínu, jafnvel eftir OnlyFans fyrirsætu!
Er við hæfi að andlegur leiðtogi sem hefur aðgang að ungum stúlkum og strákum EINN og seint á kvöldin sé að tala um svona hluti og fylgjast með svona fólki á samfélagsmiðlum?
„Mér var líka sagt af innherjum að kirkjunni hefðu borist kvartanir um misnotkun áður,“ greinir blaðamaðurinn frá.
Eftir að hafa tilkynnt til leiðtoga og öldunga í kirkjunni svo að þeir gætu gripið til frekari aðgerða. Þá gerðist undarlegur atburður, en Sweden var hent út úr kirkjunni og meinaður aðgangur í framtíðinni.
Hann fór þá og rannsakaði aðra kirkju í nágrenni við hina og segir:
Þau tengjast og eru hluti af einhverju sem kallast Indremisjonen (innri trúboð) í Noregi.
Bróðir minn var meðlimur í unglingakór í þessari kirkju. Hann spilaði á hljómborð.
Hann hafði séð ýmislegt gerast þarna sem honum þótti svolítið skrítið. Nokkur faðmlög sem voru aðeins of innileg, eldri fullorðnir snerta stúlkur undir lögaldri á einhverjum undarlegum stöðum.
Peter kafaði dýpra og kemst að því að einn af leiðtogunum, karlmaður á sextugsaldri, fylgist líka með klámefni á Instagram.
Höfum nú í huga að kórinn sem þessi maður er einn af leiðtogum í er í raun unglingakór sem er aðallega skipaður ungum unglingsstúlkum.
Það sem gerðist í framhaldi, var að Peter var einnig úthýst úr síðari kirkjunni ásamt bróður hans, fyrir að afhjúpa fullorðna karlmenn sem leita í börn og eru með klámfengnar myndir á samskiptamiðlum eins og ekkert sé.
Kirkjan hafi svo farið offörum og kærði blaðamanninn, eiginkonu hans, bróður og foreldra til lögreglu.
„Þannig að þeir eru ekki bara að fara á eftir mér og áreita mig fyrir að þora að blása í flautuna, heldur eru þeir líka á eftir fjölskyldunni minni. Þetta er geðveikt. Þetta er eitthvað sem aðeins sértrúarsöfnuðir gera,“ segir Sweden.
Lögreglan lét málið strax niður falla á hendur blaðamannsins og fjölskyldu hans, því ekkert brotlegt var að finna.
Kirkjan kom með alls kyns tilhæfulausar kröfur á hendur honum og fjölskyldu hans. Til dæmis hélt kirkjan því fram í lögregluskýrslunni að þeir yrðu að „vernda“ fólkið í kirkjunni fyrir „öfgaskoðunum“.
Hverjar voru þessar "öfgaskoðanir"?
Pistill Sweden er lauslega þýddur og og er í þremur hlutum, hægt er að lesa í fullri lengd hér neðar:
This is INSANE - I got STALKED by a cult🚨
This is one of the most insane things I have ever experienced in my life.
The story you are about to read is shocking, yet sadly not surprising. Make sure to read to the very end.
This is my story about how I got harassed by a cult -… pic.twitter.com/6ovpAoiqEX
— PeterSweden (@PeterSweden7) February 3, 2024