Gústaf Skúlason skrifar:
Með nýjum viðvörunum frá WHO um að óþekktur „sjúkdómur X“ geti leitt til 20 sinnum fleiri dauðsfalla en kórónuveirufaraldurinn, hvaða nýja átak þarf til að undirbúa heilbrigðiskerfin fyrir allar áskoranirnar fram undan?
Fyrir fimm árum tilkynntu bresk stjórnvöld um samstarf við World Economic Forum til að kanna nýstárlegar aðferðir til að samþykktar á nýjum lyfjum. Það er ekki alveg á hreinu, hvaða stjórnunarlegu eða fjárhagslegu hlutverki WEF gegnir í þessu verkefni. Breska viðskiptaráðuneytið styrkir ýmis framúrstefnuleg verkefni meðal annars verkefni Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar: „Notkun tilbúinna trúverðugra tölvugagna eins og tilbúins eftirlits til að auka umfang klínískra rannsókna.“
Klínískar rannsóknir nauðsynlegar
Klínískar rannsóknir eru mikilvægur hluti af því hvernig ný lyf eru prófuð áður en heilbrigðisyfirvöld samþykkja að þau verði notuð til að bæta umönnun og líðan sjúklinga. Oft er erfitt að finna nógu marga sjúklinga til þátttöku í klínískum rannsóknum, sérstaklega þegar verið er að rannsaka sjaldgæfa sjúkdóma.
Tölvutæknin hefur hins vegar gert vísindamönnum kleift að búa til gervi sjúklinga með svipaðar heilsufarsupplýsingar og raunverulegir sjúklingar í klínískum rannsóknum. Þessi gervigögn geta hjálpað til við að „efla“ smærri klínískar rannsóknir og fækka þeim sjúklingum sem þarf til að skila árangri. Einnig er hægt að nota tilbúnar upplýsingar til að endurspegla betur hópa í samfélaginu sem eru minna með í klínískum rannsóknum, þar á meðal mismunandi aldurshópa og þjóðerni.
Í verkefninu er lögð áherslu á notkun tölvugerðs gagnagrunns til viðbótar smærri klínískum rannsóknum til að bæta við gildi slíkra rannsókna. Eftir það má búast við að eingöngu gervisjúklingar verði notaðir í klínískum rannsóknum framtíðarinnar. Væri þá hægt að sameina þessar aðferðir eða þær gætu jafnvel komið alfarið í staðinn fyrir upplýsingar um raunverulega sjúklinga. Ef verkefnið gengur vel mun það verða notað til að breyta því, hvernig klínískar rannsóknir eru gerðar á algengum og sjaldgæfum sjúkdómum, lækkað kostnaðinn og verið grundvöllur að samþykktum á nýjum lyfjum sem notuð verða í heilbrigðiskerfinu.
„Þegar við fáum næsta heimsfaraldur, þá viljum við ekki þurfa að bíða í eitt ár áður en við fáum bóluefnið. Ef gervigreindin getur minnkað tímann sem það tekur að framleiða bóluefnið í mánuð, þá er það mikið framfaraskref fyrir mannkynið.“
Í ljósi þess að WEF, WHO og bresk stjórnvöld leggja til að nýtt „bóluefni“ verði tilbúið innan 100 daga frá væntanlegum nýjum heimsfaraldri, er þetta líklegasta aðferðin sem þeir myndu nota til að fá fram niðurstöður með fáum eða engum raunverulegum þátttakendum í klínískum rannsóknum. Allt í stakasta lagi? Sá sem lifir fær svarið.