Gústaf Skúlason skrifar:
Vatnsrennibraut í vatnaheiminum „Oceana“ í Liseberg tívolí í Gautaborg varð alelda mánudagsmorgun. Heyrðust og sáust sprengingar í byggingum skemmtigarðsins eins og sjá má á myndböndum sem gengið hafa um samfélagsmiðla að neðan. Lögreglan rannsakar brunann sem vinnustaðaslys. Þrettán manns hafa slasast lítillega.
Um ellefuleytið í morgun sendu yfirvöld út mikilvæg skilaboð til almennings í miðborg Gautaborgar um mikinn eld sem kom upp í Oceana vatnagarðinum. Sagði í skilaboðunum að „mikill reykur veldur því að allir á svæðinu eru hvattir til að vera innandyra og loka hurðum, gluggum og loftræstingu.“ Hlutar af rennibrautinni sem kviknaði í sprungu síðan sem nokkur vitni náðu að festa á myndband. Vitni að sprengingunni segir við SVT: „Við þurftum að yfirgefa allt og hlaupa út hinum megin.“
Lögreglan tilkynnir að girðingar séu í kringum Oceana vatnagarðinn, bæði fyrir ökumenn og gangandi vegfarendur. Búið er að rýma byggingar sem liggja að lóðinni. Lögreglan biður almenning um að fara ekki á vettvang, bæði vegna reyks og einnig til að slökkvistörf geti farið fram á skilvirkan hátt.
Vantagarðurinn Oceana var í byggingu og stóð til að opna hann fyrir almenning núna í sumar. Er um gríðarlega fjárfestingu Liseberg að ræða sem núna er horfin upp í reyk. Hér að neðan er vinnuteikning af fyrirhuguðum ævintýralegum vatnagarði. Þar fyrir neðan eru myndskeið af brunanum og einnig má fara inn á heimasíðu SVT hér.
Storbrand utbryter vid Lisebergs planerade badhus, Oceana. Lågor och tjock, svart rök stiger mot himlen vid ena ingången till det nya anläggningen. https://t.co/D8p41gRnUM#liseberg #oceana #göteborg pic.twitter.com/4ucGh4wXnJ
— Svenska Epoch Times (@EpochTimesSWE) February 12, 2024
Göteborg brinner!
— Isa (@livet_liXom) February 12, 2024
Så tråkigt för Liseberg som investerat mycket i detta projekt. pic.twitter.com/Pvjf7MJ6qR
— Ombudsmannen (@_Ombudsmannen_) February 12, 2024