ABC fréttastofan birti í kvöld viðtal við Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels. Í viðtalinu útskýrir hann sýna hlið málsins og hvernig ástandið blasir við ísraelsmönnum.
Þátturinn byrjar með klippu af Joe Biden, forseta Bandarikjanna.
Viðtalið er það fyrsta sem Netanyahu veitir erlendum fréttamiðlum, síðan mánuði eftir að stríðið hófst, með innrás Hamas, þann 7. október síðastliðinn.
Netanyahu segir að þeir séu langt komnir með að útrýma Hamas, og séu nú þegar búnir að fella 18 af 24 vígum Hamas-hryðjuverkamanna.
Forsætisráðherrann segir jafnframt að þeir hafi gert allt til að takmarka mannfall, og þeir hafi haft opnar útgönguleiðir frá upphafi og varað fólk við með ýmsum leiðum.
„Sigur á Hamas er það besta sem getur gerst fyrir alla, og best fyrir palestínufólkið. Það getur aldrei orðið friður á meðan þessi hryðjuverkasamtök eru starfandi,“ segir Netanyahu.
Netanyahu opinberar í þessu viðtali að ísraelsher, hafi náð að drepa 20.000 Hamas liða, og segir að jafnmargir ísraelsmenn og palestínumenn séu fallnir í þessu stríði, sem hann harmi mikið.
Fréttamaður ABC spurði Netanyahu útí margar spurningar sem brenna á mörgum um heim allann þessa daganna.
Sjón er sögu ríkari: