Gústaf Skúlason skrifar:
Á fimmtudagskvöld varð árekstur tveggja rafbíla í Fristad við Borås og kviknaði í bílunum. Þar sem veruleg hætta getur stafað af þeim fóru öryggisverðir strax á staðinn til að koma í veg fyrir að neinn gæti slasast við að nálgast þá.
Árekstur bílanna var í Fristad fyrir utan Borås. Eftir áreksturinn var svæðið girt af og vaktað af öryggisvörðum til að koma í veg fyrir, að einhver kæmist of nærri þeim og myndi til dæmis koma við þá. Slíkt gæti verið lífshættulegt þar sem bílarnir geta leitt „rafmagn.“ Rickard Holtemark hjá Viking björgunarþjónustunni í Borås segir við ríkisútvarpið SR:
„Það mun hafa miklar afleiðingar, ef þú færð á milli 600 og 800 volt eða jafnvel meira í líkamann. Það eru miklar líkur á að þú munir deyja.“
Rafbílarnir voru undir eftirliti þar til tæknimenn frá tveimur mismunandi bílafyrirtækjum komu til að sjá um bílana:
„Við höfum ekki heimild til að aftengja rafmagnið í þeim tilvikum, þar sem þess er krafist. Við getum gert það en í bili setjum við öryggið framar öllu svo tæknimenn viðkomandi framleiðanda verða að koma og laga þetta á réttan hátt á staðnum.“
Holtemark kallar eftir nýjum öryggisaðferðum til að geta meðhöndlað rafbíla við árekstra eins og í Fristad.
2 Comments on “Rafbílar lífshættulegir eftir árekstur”
Það hefur orðið algjört hrun í sölu rafbíla í heiminum, fólk er farið að átta sig á því hvílíkir gallagripir þessir bílar eru og bílaframleiðendur tapa milljörðum dollara á framleiðslu þeirra. Svona fer þegar raunveruleikinn tekur við af draumórum.
Ekki má gleyma því að efnin sem þarf í rafmagnsbíla eru mörg, og ef eitt af þeim klárast eða náma lokast, er erfitt að viðhalda þessum bílum.
Flest erlend tryggingafélög neita að láta gera við þessa bíla eftir árekstur, nema þeir séu nokkuð nýlegir.
Skemmdur rafmagnsbíll þarf t.d að standa 15 metra frá öðrum bílum á meðann hann stendur fyrir utan verkstæði.
Rafmagnsbílar eru of þungir og kalla á stærri og dýrari dekk. Þyngslin valda líka skemmdum á malbiki eins og íslendingar nota, og eykur til muna allar viðgerðir á götum borgarinnar.
Það er heldur ekkert auðvelt fyrir menn að draga þessa bíla úr snjósköflum ef til þess kemur vegna þyngsla og rafmagnsleysis sem er fljótt að gerast í kuldanum.
Þegar rafmagnsbíll er orkulaus í kuldanum og myrkrinu, hefur hann engin ljós, og veldur því mikilli hættu.
Rigning og pollar eru íslendingum vel kunnugir, og eru verstu óvinir e.v bíla. Mikið salt leynist í pollum yfir vetrartímann, og gamann væri að sjá hvernig e.v bílar koma út úr þeim aðstæðum í framtíðinni.