Gústaf Skúlason skrifar:
Yfirlýsing Donald Trump um að fara ekki í stríð fyrir önnur Nató-ríki, hefur verið tekin úr samhengi til að þóknast stríðsæsingamönnum sem vilja hann feigan. Yfirlýsingin fjallaði um, að Bandaríkin geta ekki gagnrýnislaust verið að senda peninga og vopn á kostnað skattgreiðenda í stríðsátök annarra landa. Fjölmiðlar reyna að fela þessa afstöðu fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna eins og allt bendir til.
Á kosningafundi í Suður-Karólínuríki gaf Donald Trump þá yfirlýsingu sem hefur hneykslað rétttrúaða og vókaða fjölmiðla og bandarísk stjórnvöld, að hann muni ekki styðja önnur Nató-ríki ef til stríðs kemur. Hann vísaði í samtal sem hann átti við leiðtoga „stórveldis“ um hvort Bandaríkin myndu verja þá hernaðarlega ef til stríðs kæmi. Trump sagði um viðtalið við leiðtogann:
„Hann spurði: „Ef við borgum ekki og Rússar ráðast á okkur, munið þið þá vernda okkur?“ Ég svaraði „Hafið þið ekki borgað? Hafið þið ekkert hugsað um það?“ Hann sagði „Jæja, við skulum segja að það sé raunin.“ „Nei, ég mun ekki vernda ykkur! Reyndar myndi ég hvetja þá [Rússa] til að gera hvað sem þeim sýnist! Þið verðið að borga reikningana ykkar!“ Peningarnir streymdu inn eftir það.
Tilvitnunin sem fjölmiðlar stinga undir stól
Andrew Bates, talsmaður Hvíta hússins, sakar Trump um að hvetja „morðóðar stjórnir“ til að ráðast á bandamenn sína, að sögn Reuters. Það sem fjölmiðlar glóbalismans segja ekki frá í tilbúnu móðursýkiskasti er það sem Trump sagði áður en hann endurtók samtalið við leiðtoga „stórveldisins.“ Það sem Trump var að ræða um, er að ætlast er til að bandarískir skattgreiðendur borgi fyrir stríðsrekstur annarra landa.
„Við höfum sent yfir 200 milljarða dollara til Úkraínu og þeir hefðu getað komist að samkomulagi við Rússland á þremur vikum. Allt í einu vilja þeir ekki semja við okkur lengur, þó við höfum sent þeim hundruð milljarða dollara. Af hverju ættum við að senda 200 milljarða dollara á meðan Evrópuþjóðirnar senda samtals 25 milljarða? Samt snertir stríðið þá enn meira en okkur, þar sem heilt haf er á milli okkar.“
Sukk og svindl með skattfé almennings
Ríkisskuld Bandaríkjanna eru um 34 billjónir dollara (34.221 milljarðar dollara eða 4 490 380 000 000 000 íslenskar krónur) samkvæmt bandarísku skuldaklukkunni. Jafngildir það skuld upp á u.þ.b. $100.000 á hvern bandarískan ríkisborgara og yfir $260.000 á hvern bandarískan skattgreiðanda. Mikil spillingarmál eru í gangi varðandi peningasendingar til Úkraínu, meðal annars hurfu 40 milljónir dollarar í vasa embættismanna, sem áttu að fara í kaup á handsprengjum.