Kamala Harris: „ég er reiðubúin að taka yfir“

frettinErlent, Gústaf Skúlason2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, mun taka við forsetaembættinu. Hún tilkynnti það í vegna mikilla umræðu í Bandaríkjunum um geðheilsu Joe Biden.

Orðarugl Bidens undanfarið hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum. Hann er iðulega ruglaður á sviði, veit ekki nöfn á fólki og segist hafa talað við dána stjórnmálamenn. Bandaríkjamenn eru uggandi um heilsu forsetans og hvernig hann eigi að geta stjórnað landinu.

Aldraður maður með lélegt minni

Nýlega kom skýrsla sérstaks rannsóknaraðila (sjá pdf að neðan), þar sem forsetanum er lýst sem „velviljuðum öldruðum manni með lélegt minni.“ Á grundvelli hennar hafa sumir krafist að forsetinn sæti heilsufarsrannsókn og jafnvel lagalegra rannsókna m.a. vegna óvarinna leyndarmála ríkisins í hirslum hans á víð og dreif. Stuðningsmenn forsetans hafa þá sagt manninn of veikburða til að sæta slíkri meðferð. Það hefur slegið í þveröfuga átt, því hið augljósa er að ef forsetinn er of hrumur til að að ræða megi við hann t.d. í sambandi við stolin leyniskjöl ríkisins í hrúgu á gólfi í einum af bílskúrum hans, þá sannar það bara, að maðurinn er óhæfur til að gegna embætti forsetans.

Tilbúin að taka við embætti forseta Bandaríkjanna

Nýleg könnun sýnir, að 86% Bandaríkjamanna telja Biden of gamlan til að vera forseta enn eitt kjörtímabil. Á mánudaginn birti Wall Street Journal viðtal við varaforsetann, Kamala Harris, sem var spurð út í hrakandi heilsu forsetans. Hún segist vera „tilbúin til að gegna embætti forseta.“ og segir ákveðið:

„Á því leikur enginn vafi.“

Varaforsetinn segir enn fremur, að fólk sem hafi fylgst með frammistöðu hennar í starfi sé sér „fyllilega meðvitað um leiðtogahæfileika hennar.“

report-from-special-counsel-robert-k-hur-february-2024

2 Comments on “Kamala Harris: „ég er reiðubúin að taka yfir“”

  1. Það er mjög illa komið fyrir USA. Kamilla Harris sem forseti, sorglegt. Það að Joe Biden sé forseti USA, sorglegt. Þetta er allt svo sorglegt. Ekki bara í USA, heldur alls staðar í heiminum. Þetta mun bara enda illa.

  2. Hún heitir reyndar Kamala Harris, ruglaðist á hennar nafni og vinkonu minnar, Kamillu, sem vinnur í kjörbúð í Illinois og hefur mun meira vit og skynsemi en Kamala Harris!

Skildu eftir skilaboð