Gústaf Skúlason skrifar:
Viðtal blaðamannsins Tucker Carlson við Vladimir Pútín, forseta Rússlands, hefur vakið heimsathygli með hundruðum milljóna áhorfa. Einn þeirra sem kunna að meta viðtalið er forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy Jr. Hann hvetur alla til að horfa á viðtalið (sjá X að neðan).
Viðtal blaðamannsins Tucker Carlson við Vladimír Pútín Rússlandsforseta vakti mikla athygli bæði fyrir og eftir birtingu þess. Glóbalistarnir hafa tekið illa við sér og sett í gang rógsherferð gegn Tucker Carlson til að koma í veg fyrir að fólk kynni sér viðtalið.
Þurfum að geta skilið hina hliðina
Robert F. Kennedy Jr., er frændi John F. Kennedy forseta sem var myrtur 1963. Hann ræddi við stuðningsmenn sína nýlega og sagði hvers vegna honum fannst viðtalið við Pútín vera mikilvægt og hvers vegna allir ættu að sjá það:
„Frændi minn sagði alltaf, að ef þú vilt fá frið í heiminum, þá verður þú að geta sett þig í spor hins aðilans. Hvort svo sem maður trúir því sem Vladimír Pútín segir eða telur hann ljúga, þá ættu allir að sjá viðtalið, því það ögrar rétttrúnaðinum sem við fáum matreiddan með einföldum lýsingum eins og í myndasögum.“
Fólk þarf að vera upplýst til að geta myndað sér skoðun
Kennedy lagði áherslu á mikilvægi þess að heyra báðar hliðar stríðandi aðila til að geta myndað sér eigin skoðun. Hann nefndi sem dæmi, að bandarískur blaðamaður tók viðtal við Khomeini, fyrrverandi trúarleiðtoga Írans, skömmu eftir að 53 Bandaríkjamenn voru drepnir. Að mati Kennedy þá er:
„Það er afar mikilvægt fyrir lýðræðið að fólk sé upplýst og geti tekið vel ígrundaðar ákvarðanir.“
.@RobertKennedyJr says every American needs to watch Tucker Carlson’s interview with Vladimir Putin.
— The Vigilant Fox 🦊 (@VigilantFox) February 11, 2024
“Let us make up our own minds,” he argues.
“My uncle always said that to have peace in the world, you have to be able to put yourself in the other person’s shoes. And whether… pic.twitter.com/DOgqLupV0F