Grunnskólabarni nauðgað og önnur útsett fyrir ofbeldi í skólanum – aðrir nemendur gerendur

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, Skólamál1 Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Mamma ég held ég sé með barn í maganum. Svona hljómuðu orð frá níu ára stúlku eitt desemberkvöld árið 2022. Setningin varð upphaf af martröð fjölskyldunnar.

Það sýndi sig að barnið hafði verið nauðgað mörgum sinni af jafnaldra sínum í Borup skóla í Køge. Samhliða því var barninu hótað lífláti og hafði þess vegna ekki þorað að segja neinum.

Þetta er heilt helvíti. Það sem er erfiðast, þó hún vilji ekki í skólann og er leið, er að ég hafi ekki tekið eftir neinu sagði móðirin sem lætur nafn síns ekki getið af tilliti við dótturina.

Saga níu ára stúlkunnar ekki einsdæmi

Samkvæmt læknaskýrslum, rannsóknum og samtölum við forelda barna á skólanum getur TV 2 sagt að önnur börn á aldrinum sex til ellefu ára hafi í u.þ.b. tvö ár verið hótað ofbeldi og kynferðislegri misnotkun af hópi barna í skólanum.

Lögreglna á Mið- og Vestursjálandi hafa líka upplýst um málin, en af því börnin eru ung þá eru það félagsmálayfirvöld sem ber að gera það, segir lögreglan. Börnin sem beita önnur ofbeldi eru enn í Borup skóla.

Stjórnendur reyndu um tíma að leysa vandann og settu reglu um ,,pissufélaga” þar sem tveir og tveir fara saman á klósettið. Í dag mega börnin ekki leika sér eða lesa ein nema undir vökulu auga fullorðins einstaklings.

En 75 reiðir foreldrar telja að ekki sé gengið nógu langt. Í bréfi sem þau sendu skólastjórnendum og sveitarfélaginu benda þau á áhyggjur sína vegna öryggi barnanna og krefjast aðgerða.

Tíu til tólf fyrirspurnir

Þrátt fyrir að sumir atburðanna gerðust fyrir nokkrum árum er það fyrst á liðnum vikum sem almenn vitneskja um þetta varð í skólanum. Í skilboðum á Aula, sem er samskiptamiðill skólans, þann 2. febrúar skrifaði skólastjórnandinn Jakob Dalgas að þau hafi fengið fyrirspurnir frá tíu til tólf foreldrum.

Um tíma höfum við því miður upplifað að nokkur börn voru mjög leið. Það eru aðallega stúlkur sem segja frá upplifun þar sem farið var yfir mörk þeirra skrifar Jakob Dalgas og segir að „viðeigandi ráðgjafar og annað yfirvald“ hafi komið að málinu.

Samkvæmt upplýsingum sem TV 2 hefur undir höndum er þetta „hegðun sem fer yfir mörk“ og það eru líflátshótanir, barið með járnstöng og hrein og bein kynferðisleg áreitni.

Missti hluta af fingri

Fyrir utan nauðgun á þessari níu ára stúlku fékk sex ára barn eitthvað upp í endaþarminn. Móðirin uppgötvaði það í nóvember 2022 þegar barnið vaknaði með óþægindi í endaþarminum að nóttu til. Barnið var rannsakað af lækni sem lét sveitarfélagið vita.

Barnið mitt grét þegar það átti að fara í skólann. Það var óhagganlegt segir móðirin sem enn í dag er mörkuð af misnotkuninni. Hún segir TV 2 að henni finnst skólastjórnendur ekki taka ofbeldið alvarlega og að þau kölluðu þetta „óheppilegan kynferðislegan leik.“ Allan tíma gerðu þeir minna úr málinu en efni stóðu til. Þú getur ekki ímyndað þér hversu svekkt ég er.

Annað barn var þvingað til að fara úr fötunum á klósetti skólans þar sem barnið var síðan barið og kallað öllum illum nöfnum. Börn voru þvinguð til að berja önnur til að koma í veg fyrir að þau sjálf yrðu barin segir móðir við TV 2.

Sjónvarpsstöðin þekkir líka til máls þar sem barn fékk fingur höggvinn af með veltibretti. Móðirin segir að eitt barnanna, sem beitir ofbeldi, hafði upp á hennar barni en þau eru mörg hrædd við það barn. Umrætt barn kastaði rúllubretti í höfuðið á barninu sem síðar lenti á fingri þess. Fingurinn brotnaði og barnið missti fremst af fingrunum.

Hvernig veistu að þetta var ekki bara leikur sem fór úr böndunum? Þetta var ekki leikur. Sonur minn er hræddur við barnið sem útsetur hann fyrir þessi ósköp og hann heldur sig langt í burtu.

Bréf til stjórnenda

Fleiri foreldrar segja við TV 2 að staðblærinn í Borup skóla er undirlagður af óöryggi sem er afleiðing af þessum litla hópi barna sem „beitir hryðjuverkum“ á önnur börn í skólanum.

Ég er hrædd við að senda barnið í skólann því ofbeldishópurinn er enn í skólanum. Ég er hrædd um að þau skaði barnið mitt segir áhyggjufullt foreldri. Samkvæmt foreldrunum er vinnsla málsins af hálfu stjórnenda mjög gagnrýnisverð.

Margir upplifa að þeir séu ekki teknir alvarlega. Þau hafa tilfinningunni, þrátt fyrir að hafa tilkynnt til sveitarfélagsins og félagsmálayfirvalda, að þau fái engar upplýsingar um hvað skólinn hefur gert til að stoppa ofbeldisverkin.

Skólastjórnendur vísuðu mér burt og sögðu: ,,Ég vil ekki ræða málið við þig” segir móðir sem á eitt af þeim börnum sem urðu fyrir ofbeldinu. Ég vil gjarnan að skólinn hefði tekið málið í sínar hendur í fyrsta skiptið og gripið til aðgerða svo þetta endurtæki sig ekki segir móðir barns sem varð fyrir ofbeldi fyrir nokkrum mánuðum.

Óánægja með stjórnendur varð til að 60 foreldrar hittust og úr varð sameiginlegt bréf til skólastjórnenda og sveitarfélagsins. Við erum áhyggjufull og við getum ekki liðið að börnin okkar séu ekki örugg í skólanum segir m.a. í bréfinu. Við förum fram á að stjórnendur noti öll þau ráð sem til eru til að tryggja að börnin okkar verði ekki fyrir því alvarlegu ofbeldi sem hefur viðgengist í Borup skóla í rúmt ár segja foreldrarnir.

Þið getið verið örugg segir skólastjórnandi

TV2 vildi ræða við Jakob Dalgas er hann hefur ekki gefið kost á viðtali. Samskiptin eiga að fara í gegnum sveitarfélagið sem hefur hafnað viðtali en skrifar: „Stjórnendur og starfsfólk í skólanum í samvinnu við Fjölskyldusetrið gera allt sem þau geta til að styðja börnin og fjölskyldur þeirra. Það er mikil vinna sem ég upplifi að skólinn geri vel.”

TV 2 vildi fá að vita af hverju ofbeldisseggirnir séu enn í skólanum.

TV 2 vildi líka spyrja hvort skólinn hafi gripið til annarra úrræða en hafa vökul augu með nemendum.

Sveitarfélagið svaraði í tölvupósti: Í málinu er talað um atburði og verklag sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar. Þagnarskylda gildir um einstaka nemanda og fjölskyldur og því getur skóinn ekki verið í beinum samskiptum við stóran hóp foreldra sem eiga ekki börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Skólinn hefur reynt að taka á óörygginu og ringulreiðinni sem stór hópur foreldra hefur viðrað.

Á samskiptamiðlinum Aula segir stjórnandinn Jakob Dalgas að stjórnendur „meðhöndla hvert mál á sem best þau geta á allan hátt.“ Mín skoðun er að þið getið verið örugg með að senda börnin ykkar í skólann skrifar hann.

Ofbeldið enn til staðar

Margir foreldrar deila ekki skoðun skólastjórnandans. Þau eru enn hrædd og margir segja við TV 2 að höfði barns var skellt utan í vegg fyrir viku síðan og var hótað lífláti af sama ofbeldishópnum.

Skólastjórnandinn ætti að finna sér aðra vinnu segir áhyggjufullt foreldri. Aðrir láta nægja að taka fram að verulegra úrbóta sé þörf eigi þau að upplifa öryggi og vellíðan með að senda börnin í skólann aftur.

Foreldrarnir benda á að þeir ásaka ekki börnin sem beita ofbeldinu. Það er skólinn sem á að tryggja að ofbeldið eigi sér ekki stað. Skólastjórnendur hefur kallað til foreldrafundar í vikunni með von um að geta rætt málið.

Heimild.

One Comment on “Grunnskólabarni nauðgað og önnur útsett fyrir ofbeldi í skólanum – aðrir nemendur gerendur”

  1. Skólastjórnendum ber skylda til að tryggja öryggi skólabarns. Að öðrum kosti gengur skólaskylda barnsins úr gildi.

Skildu eftir skilaboð