Gústaf Skúlason skrifar:
Guðmundur Karl Snæbjörnsson, læknir emeritus, veitti að nýju góðfúslegt leyfi fyrir viðtal. Kalli Snæ eins og hann er kallaður, er ekki bara hafsjór af fróðleik um læknavísindin. Hann er einnig fremstur í baráttulínunni gegn misglöpum yfirvalda á Íslandi í framkomu og meðferð varðandi kórónufárið.
Lævíslegt baktjaldamakk þeirra ofsaríku gegnum alþjóðastofnanir sem eru í höndum, sem þeir hafa tökin á, er af slíkri stærðargráðu sem enginn núlifandi hefur upplifað áður. Kalli Snæ hefur tengsl við læknahópa víða um heim og óhætt er að fullyrða að hann sé einnig í fremstu víglínu læknavísindanna á heimsvísu gegn þeirri átroðslu sem læknavísindin hafa mátt þola af hálfu valdhafa sem hikuðu ekki við að loka heilum þjóðum í nafni rétttrúnaðarins.
Viðvaningsháttur stjórnmálamanna með eindæmum
Tilefni viðtalsins að þessu sinni eru umræður á sænska þinginu um innleiðingu á breyttum alþjóða heilbrigðisreglugerðum. Það kann að hljóma saklaust að verið sé að uppfæra alþjóðlegar reglur sem falla innan ramma áður gerðra samninga. En þegar betur er að gáð er hvorki um meira né minna að ræða en alþjóðlega valdatöku Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO á stjórn aðildarríkjanna í heilbrigðismálum. Vekur það mikla undrun að sjá hversu andlega fjarverandi flestir stjórnmálamenn eru gagnvart þessum breytingum.
Umræðurnar á sænska þinginu (sem sjá má hér) sýna einstaklega skýrt viðvaningshætti sænska félags- og heilbrigðismálaráðherrans Jakobs Forssmed gagnvart viðfangsefninu. Hann fullyrti að allt væri í stakasta lagi og ríkisstjórnin myndi taka afstöðu til tillagna WHO þegar þær kæmu 24. maí n.k. Það sem ráðherrann skilur ekki, er að þá verður nýtt regluverk sent út með GILDANDI breytingu. Tími til að koma með breytingartillögur gekk út í janúar. Textinn sem kemur er því SAMÞYKKTUR texti breytinga sem mun taka gildi síðar. Tími til andmæla rennur út 24. maí en þá mun þing WHO sem kallast World Health Assembly WHA verða haldið.
Fjöregg þjóðarinnar verður brotið
Ástandinu Svíþjóð og einnig á Íslandi má líkja við söguna af froskinum sem tók sér far með sporðdrekanum gegn loforði sporðdrekans um að stinga sig ekki. Á miðri leið stakk sporðdrekinn froskinn sem spurði: „Af hverju gerðir þú þetta?“ Svarið var jafneinfalt og það var augljóst: „Af því að ég er sporðdreki.“
Kalli Snæ hefur ríkar áhyggjur af skilningsleysi stjórnmálamanna á stöðunni og hann er ekki sá eini. Arnar Þór Jónsson sendi bréf um málið til allra þingmanna þingsins en enginn þeirra lét sig það varða eða að sýna varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins þá lágmarkskurteisi að svara bréfinu. Þegar Kalli Snæ hafði sjálfur samband við þinglið, þá var Arnar Þór Jónsson undantekningin frá reglunni og sá eini sem virti Kalla Snæ viðlits. Sýna þessi viðbrögð eindæma hroka ásamt hunsi þingheims á málinu. Hér eru allir flokkar undir sök.
Fer fram hjá þingræðinu og lýðræðinu
Kalli Snæ bendir á það, að lævísin að baki breytingum á alþjóða reglugerðunum felist einmitt í þeirri staðreynd, að þær þurfa ekki einu sinni að ganga til meðferðar þingsins. Eða að forsetinn þurfi að skrifa undir afsal fullveldis sem breytingarnar gera ráð fyrir. Er það með eindæmum að slík aðför skuli gerð úr þessari átt að Íslandi og öðrum þjóðum og sýnir að langvarandi undirbúningur og skipulag ofsaríkra óþokka kemur öllum í opna skjöldu. Nóg um það að sinni. Þetta var aðeins lítið brot úr viðtalinu og meiri skrif fylgja í kjölfarið.
Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlýða á viðtalið. Þar fyrir neðan eru útskýringar sænsku þingkonunnar Elsu Widding um málið: