Indverskir bændur gera uppreisn

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Bændur á Indlandi rísa upp gegn undirverði fyrir landbúnaðarafurðir. Hafa stórir skarar safnast til að taka þátt í Delhi-lestinni, þar sem bændur ætla að keyra á dráttarvélum inn í Delhi. Komið hefur til átaka víðs vegar og hefur lögreglan meðal annars sent dróna vopnuðum táragasi gegn bændum.

Bændur lokuðu þjóðvegum og mótmæltu víðs vegar í norðurhluta Indlands á föstudaginn. Fyrr í vikunni hófu bændur mótmælaaðgerðir sínar „Dilli Chalo“ – Delhi-lestina og fóru á dráttarvélum í átt til höfðuðborginni Nýju Delhi. Vilja bændur fá tryggt lágmarksverð fyrir uppskeruna og tvöfaldar tekjur, ef landbúnaðurinn eigi ekki að leggjast niður. Eru þúsundir bænda á leið til höfuðborgarinnar á dráttarvélum og vörubílum.

Dehli-lestin stöðvuð með ofbeldi 200 km frá Delhi

Almenningssamgöngur stöðvuðust á mörgum stöðum í Punjab og Haryana sem olli usla meðal ferðamanna. Lögreglan skaut táragasi til að dreifa mótmælendum, þegar þeir voru um 200 km frá Delhi. Margir mótmælendur hafa verið handteknir. Indversk yfirvöld hafa lokað fyrir internetið á sumum svæðum í Haryana og lokað reikningum sumra leiðtoga bænda á samfélagsmiðlum. Aakar Patel, forseti Amnesty International Indlands, segir í yfirlýsingu eftir hin hörðu viðbrögð yfirvalda gegn friðsömum mótmælum bænda:

„Í stað þess að tryggja réttinn til að mótmæla, þá gera indversk stjórnvöld enn og aftur allt til þess að kæfa friðsamleg mótmæli bænda í landinu. Indversk yfirvöld verða þegar í stað að lægja öldurnar og tryggja réttinn til tjáningarfrelsis, friðsamlegra funda og ferðafrelsis“.

Delhi-lestinni frestað fram á sunnudag

Fulltrúar bænda hafa verið á fundum með ráðherrum um málið en ekkert áþreifanlegt hefur enn komið fram. Fundur er ákveðinn á morgun en Jagjit Singh Dallewal leiðtogi bænda sagði bændur hafa frestað Delhi-lestinni fram á sunnudag.

Bændasamtök hvöttu bændur að taka þátt í Delhi-lestinni til að auka þrýsting á ríkisstjórnina um að uppfylla kröfur þeirra. Fjalla þær m.a. um eftirlaun til bænda og verkamanna, niðurfellingu á skuldum bænda, afturköllun lögreglumála, skaðabætur til fjölskyldna bænda sem létust á síðasta ári.

200 bændasamtök að baki uppreisninni

Leiðtogar stjórnarandstöðunnar á Indlandi fordæma viðbrögð stjórnvalda og lýsa yfir stuðningi við bændur. Almennar kosningar eru á Indlandi í ár og málið viðkvæmt fyrir stjórnmálamenn, þar sem bændur eru svo stór hluti kjósenda. Um 200 bændasamtök eru aðilar að Delhi-lestinni.

Í september 2020 samþykktu indversk stjórnvöld þrjú umdeild lög sem miðuðu að því að „nútímavæða“ landbúnaðinn í landinu. Bændur hófu þá verkfall gegn lögunum sem stóð yfir í rúmt ár. Eftir það tilkynni Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í óvæntu ávarpi til þjóðarinnar að ríkisstjórn hans felldi lögin úr gildi.

Sjá nánar hér og hér

Skildu eftir skilaboð