Palestínumaður búsettur í Danaveldi er ákærður fyrir að mæra hryðjuverk – Fleiri Evrópu þjóðir hætt stuðningi við Hamas

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir2 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Tuttugu og sex ára gamall maður er ákærður fyrir hryðjuverk á samfélagsmiðlunum en réttað er yfir honum í dag, 15. febrúar, í Kaupmannahöfn segir í frétt Kristelige dagblade. Aðrar þjóðir í Evrópu reyna að draga úr stuðningi sínum við hryðjuverkamenn með lögsóknum og ýmsum bönnum.

Palestínumaðurinn er kærður fyrir myndskeið sem hann birti á Snapchat þar sem hann samkvæmt saksóknara styður hryðjuverk Hamas þann 7. október í fyrra. Í Danmörku er hægt að refsa manni með sekt eða fangelsi allt að þremur árum fyrir að mæra opinberlega hryðjuverkaárás.

Hann er sakaður um fleiri slíkar færslur í tengslum við stríð Hamas og Ísrael sagði dómsmálaráðherra Peter Hummelgaard í síðustu viku.

Það er ekki bara í Danmörku sem gengið er hreint til verks fyrir svona verknaði sem hægt er að túlka sem lofsöng fyrir hryðjuverkum Hamas sem hafa verið á hryðjuverkalista Evrópusambandsins síðan 2003.

Blaðið hefur safnað saman nýjustu dæmum frá öðrum löndum.

Bretland

Í Englandi hafa þrír verið dæmir fyrir að hafa tekið þátt í mótmælunum Sjálfstæði Palestínu í London þann 14. otkóber. Guardian skrifar um málið. Það eru einstaklingar á aldrinum 26-29 ára og allir dæmdir í 12 mánaða fangelsi.

Mótmælendurnir voru kærðir samkvæmt bresku hryðjuverkalögunum sem fyrir að sýna hlut eða hegðun sem vekur rökstuddan grun um að þeir séu stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna Hamas. Allir höfðu komið með myndir af svifvængjaflugum á mótmælafundinn viku eftir að fjölmiðlar greindu frá hvernig meðlimir Hamas notuðu svifvængjaflugvélar til að fara yfir landamærin frá Gasa til Ísrael í árásinni 7. október.

Allir segjast saklausir.

Í Bretlandi varðar aðild að og stuðningur við bönnuð samtök eins og Hamas refsingu allt að 14 ára fangelsi. Í janúar var einnig sett bann á samtökin Hizb ut-Tahrir á þeim forsendum að þau hefðu fagnað árásum Hamas 7. október og þannig stutt hryðjuverk.

Þýskaland

Annan nóvember auglýsti Þýskaland bann við starfsemi Hamas og hópum sem eru hliðhollir Palestínumönnum og grunaðir eru um að dreifa hugmyndum gegn Gyðingum og Ísrael. Þetta þýddi meðal annars að Samidoun netið var bannað. Landið hefur einnig bannað nokkrar mótmælagöngur hliðhollar Palestínu síðan í október, jafnvel þótt þær séu ekki skipulagðar af fólki með tengsl við Hamas.

Í október var skólum í Berlín gefinn kostur á að banna nemendum að bera palestínsk tákn eins og hefðbundinn palestínskan ,,keffiyeh” höfuðklút. Ekki er vitað hvort skólar hafi nýtt sér bannið.

Samkvæmt CNN er það einnig glæpsamlegt í Þýskalandi að nota slagorðið ,,frá ánni til hafsins." Kristelige Dagblade hefur áður lýst því hvernig sumir líta á slagorðið sem gyðingahatur en það má óbeint túlka sem útrýma eigi gyðingum af svæðinu og að notkun orðanna hafni tilverurétt Ísrael.

Frakkland

Franski innanríkisráðherrann Gérald Darmanin, reyndi í október s.l. að banna mótmæli til stuðning Palestínu þar á meðal mótmæli sem skipulögð eru af aðgerðasinnum sem kalla eftir vopnahléi. Hins vegar greip æðsti dómstóll landsins inn í málið og úrskurðaði að dæma þyrfti í hverju máli fyrir sig. Dómstóllinn segir að ekki sé hægt að leggja almennt bann við mótmælunum á grundvelli tjáningar- og fundafrelsis.

Austurríki

Annars staðar hefur hins vegar verið ákveðið að banna mótmæli hliðholl Palestínumönnum. Þetta á við um Ungverjaland, Sviss og Austurríki. Í síðastnefnda landinu bannaði lögreglan mótmælendum að fara út á götur vegna hættu á ofbeldisfullum átökum.

Árið 2018 settu þáverandi stjórnvöld í Austurríki bann við því að sýna fána Hamas sem sýnir trúarjátningu íslams á grænum bakgrunni. Sama er að segja um fána sjítahreyfingarinnar Hezbollah sem er hreyfing studd af írönsku klerkastjórninni sem Ísrael og Bandaríkin hafa stimplað sem hryðjuverkasamtök.

Hér má sjá blogg um svipað málefni.

Hér má lesa meira um málið.

2 Comments on “Palestínumaður búsettur í Danaveldi er ákærður fyrir að mæra hryðjuverk – Fleiri Evrópu þjóðir hætt stuðningi við Hamas”

  1. Hamas og Ísrael eru sömu samtökin. Frímúrarar að búa til leikrit. Þetta kallast að endurbyggja á kostnað Vesturlandabúa. Hægri menn styðja Ísrael og vinstri menn Hamas.
    Ég var að panta hótelherbergi á ströndinni á Gasa, þeir fullvissuðu mig um að það væri allt með kyrrum kjörum, það væri bara mikil uppbygging í gangi, sem þýddi að sprengingar á byggingum væru tíðar. Það þarf náttúrulega að sprengja gamlar byggingar fyrir nýjar.

  2. Hryðjuverk eru tilbúningur frímúrara, sett á svið, til að færa þeim völd í gegn um stofnanir sínar. Því fleiri og meiri hryðjuverk, því stærri og meiri verða þeirra spilltu stofnanir. Þeir eru í yfirgír að búa til alls konar ógnanir svo þeir geti ráðið fleiri vitleysinga til að berjast gegn “ hægri öfgasinnum” eins og mér. Það kaldhæðnislega við það er að ég hef alltaf verið meira til vinstri, í gegn um tíðina. En það skiptir ekki máli, þeir eru búnir að djöflavæða hægrimenn svo mikið að það er hentugur stimpill.

Skildu eftir skilaboð