Þögnin sem varð að þegja

frettinErlent1 Comment

Eftir Kristinn Sigurjónsson
frv. lektor við Háskólann í Reykjavík:

Erin Pizzey 85 ára
Uppeldi og fyrstu árin

Fyrir 85 árum, 19. febrúar 1939, fæddust tvær litlar stúlkur í Kína. Önnur fékk nafnið Erin Patria Margaret Pizzey. Hún var dóttir starfsmanns utanríkisþjónustunnar (diplómat) og ferðaðist því mikið um heiminn. Hún ólst upp við mikið heimilisofbeldi frá báðum foreldrum, faðirinn keðjureykti, drakk mikið og var oft reiður, en móðirin var grimm og beitti miklu líkamlegu ofbeldi svo það rann blóðið niður fæturna hennar og svo var hún með eiturtungu.

Hún lendir þarna sem barn í heimsstyrjöldinni og flyst til S-Afríku og víðar um heiminn.

Erin Patria Margaret Pizzey.

Hún varð snemma mjög virk og myndi í dag sennilega flokkast undir aktívista og 1959 sækir hún sinn fyrsta fund hjá „Frelsishreyfingunni“· (sambærilegt við Rauðsokka). Henni þótti yngri hópur kvenna vera full róttækur og hafa frjálslega afstöðu til peninga sem samtökunum voru gefnir og fjarlægðist hún hópinn.

Hún hélt áfram að vera mjög virk fyrir réttindum kvenna, hataði heimilisstörf, eiginmaðurinn vann oft lengi að heiman og hún ákvað að stofna „samfélagsþjónustu“ þar sem konurnar gátu rabbað saman yfir tebolla og séð hvaða möguleika þær hefðu í kerfinu.

Kvennaathvarf stofnað

Einu sinni kom þar kona og sýndi henni marbletti sem voru um allan líkamann og spurði hvort verið væri að opna kvennaathvarf. 1971 stofnaði hún fyrsta kvennaathvarf Bretlands og í heiminum að Chiswick í London (Chiswick Women's Aid), þrátt fyrir andstöðu yfirvalda en það var á þeim tíma sem réttindi kvenna voru mjög takmörkuð, þær gátu ekki fengið lán né leigt íbúð svo nokkuð sé nefnt.

Pizzey var þá rithöfundur og gift sjónvarpsfréttamanni sem hafði fjölmiðlatengsl og gat komið málinu á framfæri. Þegar femínistar fóru að djöflast í öllum feðrum eins og hún orðaði það, þá minnist hún beggja foreldra sinna í æsku og sá að ofbeldi er ekki kynjaskipt. Ég hef aldrei verið femínisti, því eftir að hafa upplifað ofbeldi móður minnar vissi ég alltaf að konur geta verið jafn grimmar og ábyrgðarlausar og karlar.

Á næstu árum stofnaði Pizzey fjölda kvennaathvarfa. Erin Pizzey fékk mörg heimboð um heiminn til að segja frá stofnun þeirra.

Hver er gerandi og hver er þolandi

Vegna reynslu sinnar fór Pizzey að skoða bakgrunn skjólstæðinganna sem komu í kvennaathvarfið og komst að því að 62% þeirra hefðu sjálfar beitt menn sína jafnmiklu eða meira ofbeldi en þeir.

Hún hefur gagnrýnt þær milljónir dollara sem hefur verið eytt í femíníska embættismenn sem afneituðu staðreyndinni og þögðu um að konur væru sjaldan saklaus fórnarlömb ofbeldisfullra karlmanna en oft virkir þátttakendur ofbeldisins gegn eiginmönnunum og hættulegum börnum sínum. Í kjölfarið var hún þurrkuð út úr sögu kvennaathvarfanna í Bretlandi og hún varð fyrir miklu áreiti frá femínistum og líflátshótunum, og að lokum flæmd úr landi. Það er kaldhæðni örlaganna að hennar eigin verk hafi orðið að mestu svikamyllu sem sagan hefur nokkurn tíma séð. Árið 1976 var henni boðið til Ástralíu af samtökum um kvennaathvörf. Þegar femínistar komust að því að hún hafði á Nýja Sjálandi verið að segja frá ofbeldi sem konur beittu eiginmennina var boðið afturkallað.

Ofbeldið gegn Erin Pizzey

Eftir að Pizzey yfirgaf England og hætti hjá Chiswick Women's Aid var það endurskipulagt og endurskýrt og hét þá Chiswick Family Rescue og nafnið hennar þurrkað út þar til 2020 þar sem hennar er fyrst aftur getið.

Í bókinni Prone to Violence sem kom út 1982 segir hún frá því að uppeldið hafi áhrif á að börn beiti líka ofbeldi og þá magnast andstaða femínista gegn henni og við kynningu á bókinni þurfti hún og meðhöfundur hennar, Jeff Shapiro, lögregluvernd meðan á kynningunni stóð. Við útgáfu bókarinnar jókst áreitið og ofbeldið og fór fjölskylda hennar ekki varhluta af því.

Árið 1981 flæmdist Pizzey til Santa Fe í Nýju Mexíkó, vegna áreitis, lífláts-, sprengjuhótana og ærumeiðinga. Á meðan á þessu stóð þurfti hún að takast á við mikla vinnu, hjartasjúkdóma og var að hruni

komin vegna andlegs álags, en góðgerðarsamtök kvenna dreifðu bæklingum þar sem því var haldið fram að hún trúði því að konur byðu upp á ofbeldi og vekti upp ofbeldi hjá körlum.

Eftir að hún kom til Santa Fe tók hún strax til hendinnar við að stofna kvennaathvarf til að takast á við kynferðisofbeldi og barnaníð (peadophilia) og komst að því að það eru jafnmargar konur og karlar sem eru barnaníðingar en konur komast upp með það eins og vanalega að hennar sögn, en tók fram að það sé mjög hættulegt að vinna gegn því, og hefur hún ekki kallað allt ömmu sína í þeim efnum.

Eftir áreitið og hótanirnar flutti hún til Cayman Island þar sem hún skrifaði með seinni eiginmanni sínum, síðan flutti hún til Ítalíu þar sem hún hélt ritstörfum áfram. 1997 fluttist hún svo aftur til Londons, heimilis-, eigna- og heilsulaus.

Frá kvennaathvarfinu.

Ódrepandi baráttuvilji gegn öllu ofbeldi

Erin Pizzey barðist gegn öllu heimilisofbeldi, hvort heldur sem það var af hendi eiginmanna eða eiginkvenna, eins og hún sjálf þekkti bæði úr sinni æsku og sínum störfum. Hún reyndi að sýna fram á að ofbeldi væri ekki kynbundið og konur væru ekki alltaf saklaus ljúfmenni sem gætu aldrei framið svona voðaverk. Það er ekki bara rangt að halda þessu fram, heldur líka skaðlegt og gegnsýrir samfélag okkar að þagga niður í karlkyns fórnarlömbum. Pizzey reyndi líka að stofna karlaathvarf en mætti mjög miklu mótlæti við það þótt það hafi ekki verið neitt vandamál að safna fé fyrir kvennaathvarf.

Þegar hún var spurð að því hvort hún myndi gera þetta aftur, svaraði hún, „ég hafði ekki val. Þú veist að eitt af því erfiðasta að læra er að læra frið.“

Heimildir:

BBC News 10. nóv. 21:  Erin Pizzey: The woman who looked beyond the bruises

Medium 20. júli 2023   Erin Pizzey: The Story of the Feminist Who Was Threatened for Acknowledging Male Victims,       

Wikipedia Erin Pizzey  og  Bettina Arndt:  Fifty years of lies about domestic violence

Myndir  eru úr ofangreindum heimildum.

One Comment on “Þögnin sem varð að þegja”

  1. Sama hvað það er að séu það neikvæð mál sem snúa að óheiðarleika afbrotum og kvenna ofbeldi þá skal ávallt reynt að tengja það við karlmann sem sé sá seki í upphafi því konur eru auðvitað alltaf fórnarlömb og karlmenn alltaf fyrst og frems ofbeldisfullir hrottar og ógeðslegir sama hvernig málin eru. Enda fást engin karlaathvörf sett upp því það má ekki viðurkenna og gera sýnilegt í athvörfum ofbeldi kvenna gegn börnum og feðrum þeirra.

Skildu eftir skilaboð