Landslag hefur breyst mikið hvað varðar fanga í fangelsum, samsetningin hefur breyst talsvert. í fyrra voru 50% fanga í gæsluvarðhaldi útlendir ríkisborgarar, en allir sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í fyrra voru um 80% útlendingar. Margir stöldruðu stutt við bara rétt fyrir brottvísun. Þetta segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Áskorun inn í nýja menningarheima
„Það er viss áskorun að þarna koma inn nýir menningarheimar, þó almennt sé þetta gott fólk eins og aðrir. Hlutfallið hjá þeim sem eru í afplánun fer hækkandi en í dag eru 25% sem sveiflast talsvert en tendensinn er að þeim fjölgar. Helstu áskoranir þegar kemur að þessum hópi fyrir fangelsisstarfsfólk eru erfiðleikar með tungumál og oft er vitað lítið sem ekkert um fólkið þegar það kemur inn og í öðru lagi er hér um að ræða menningarheim sem við erum að læra á og er mikil vinna fólgin í því. Í þriðja lagi hefur fólkið upplifað hörmungar sem við eigum bágt með að setja okkur í þeirra spor með og það kallar á aukna þjónustu. Ýmsar áskoranir en hér er gott starfsfólk,“ segir Páll.
Má því skilja fangelsismálastjórann þannig að umræddir menn sem fremji glæpina og leiði til gæsluvarðhalds, séu hælisleitendur sem hafi verið synjað um landvistarleyfi og bíða eftir brottvísun.
Hvað segja fangaverðirnir?
„Þeir eru ekki ánægðir með aðbúnaðinn, sérstaklega á Litla Hrauni sem er ekki í lagi og til stendur til að bæta úr. Þeir hafa kallað eftir betri mönnun og meiri þjálfun, við erum að vinna í þessu. Í fyrstu lotu í fangavarðanámi fangavarðaskólans fara 20 í gegn og svo aðrir 20 eftir ár, en það tekur tíma að bæta aðbúnaðinn og efla stjórnun og verið er að vinna í því.
Fangaverðir hafa haft áhyggjur af öryggi sínu og í viðtali í nóv 2022 sagði Páll í viðtali við Bylgjuna að „Öryggi fangavarða og starfsfólks fangelsanna væri í hættumörkum,“ hefur eitthvað breyst síðan þá?
Páll segir mönnun vera of rýra. „Við höfum sagt fyrir nefndum þingsins og er í samræmi við niðurstöðu ríkisendurskoðunar að það þurfi að fjölga fangavörðum í öllum einingum. Það er ennþá staðan. Hins vegar höfum við aukið við þjálfun og sjáum fram á betri tíma. Það liggur ekki fyrir varðandi mönnun hvort hún aukist mikið, en aðbúnaður mun batna og það verður töluvert öðruvísi umhverfi þarna inni heldur en á Litla Hrauni”.
Hvað vantar mörg stöðugildi?
“Eins og Ríkisendurskoðun gerir ráð fyrir eru það 18 stöðugildi sem við þurfum inn af fangavörðum og 10 stöðugildi til viðbótar til að sinna föngum og þeirra öryggi,” segir Páll.
Það hefur verið umræða í fjölmiðlum undanfarið um betrun eða refsingu og kvartað undan því að vanti upp á betrunar hlutann, tekurðu undir það?
„Það fer allt eftir því hvernig þú horfir á þetta, ef markmiðið er að enginn komi aftur, þá erum við ekki að standa okkur en hins vegar er það staðreynd í samanburðar tölum við hinum Norðurlöndunum, þá erum við að koma bara mjög vel út. Endurkomutíðni er vissulega há en hún er alls staðar há á Norðurlöndunum.
Norðurlöndin eru að breyta um stefnu, þar er miklu meiri harka að koma inn. Menn eru farnir að tvísetja í klefum, menn eru farnir að brjóta á réttindum fanga vegna þess að það er það mikið álag á kerfinu og agaleysi. Ég vona það gerist ekki hérna en við getum alltaf gert betur og við vitum hvað við þurfum til þess að gera betur.
Við þurfum að geta boðið upp á meira og fjölbreyttara nám og vinnu, við þurfum iðjuþjálfa, við þurfum vímuefnameðferð í öllum fangelsum og það ætti í raun að vera fyrsti fókus. Ef við fáum það er ég alveg fullviss um að við munum ná enn betri árangri,“ segir Páll.