Gústaf Skúlason skrifar:
JPMorgan Chase, BlackRock og State Street staðfesta brottför úr stærsta loftslagsbandalagi heims sem beinir fjárfestum burtu frá jarðefnaeldsneytisgeiranum.
JPMorgan Chase og fagfjárfestarnir BlackRock og State Street Global Advisors (SSGA) tilkynntu á fimmtudag, að þeir væru að hætta eða, í tilviki BlackRock, að draga verulega úr þátttöku í hinu mikla loftslagsbandalagi Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsbandalag SÞ var stofnað til að berjast gegn hlýnun jarðar með sjálfbærnisamningum við fyrirtæki.
Bregðast við kröfum neytenda og ríkja í stjórn repúblikana
JPMorgan Chase segir í yfirlýsingu að fyrirtækið dragi sig úr svo kölluðum „Climate Action 100+“ hópi fjárfesta. Er það vegna stækkunar á sjálfbærnideild fjármálafyrirtækisins og vinnu við mat á loftslagsáhættu á undanförnum árum. BlackRock og State Street, sem bæði hafa umsjón með milljörðum dollara í eignum, sögðu að loftslagsverkefni bandalagsins hefðu gengið of langt og lýstu einnig yfir áhyggjum af hugsanlegum lagalegum álitaefnum.
Tilkynningar þessara stærstu fjármálastofnana Bandaríkjanna og heimsins koma í kjölfar þrýstings frá talsmönnum neytenda og ríkja undir stjórn repúblikana vegna forgangsröðunar þeirra í umhverfismálum, félagsmálum og stjórnarháttum (ESG). JP Morgan sagði í tilkynningu sem FOX News birti:
„Fyrirtækið hefur byggt upp teymi 40 sérhæfðra sérfræðinga í sjálfbærum fjárfestingum, þar á meðal sérfræðinga við eitt af stærstu rannsóknarteymum hliðarkaupa í greinarinni. Með hliðsjón af þessum styrk og þróun eigin stjórnunarmöguleika hefur JPMAM (JP Morgan Asset Management) ákveðið að það muni ekki lengur taka þátt í Climate Action 100+ hópnum.“
Auknar kröfur loftslagsbandalags SÞ stangast á við starfshætti og markmið fjárfestingarfyrirtækjanna
BlackRock dró sig úr bandarískum viðskiptum Climate Action 100+ og flutti þau yfir til minni einingar BlackRock fyrir viðskiptavini sem sækjast eftir losunarmarkmiðum. Frá því greindi Financial Times. State Street sagði hafa farið úr loftslagsbandalagi SÞ vegna þess að annar áfangi skuldbindingar Climate Action 100+ hópsins stangaðist á við innri fjárfestingarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt Financial Times sagði State Street í yfirlýsingu:
„SSGA hefur komist að þeirri niðurstöðu, að auknar kröfur annars áfanga Climate Action 100+ hópsins séu ekki í samræmi við sjálfstæða nálgun okkar við umboðsatkvæðagreiðslu og þátttöku í eignasafnsfyrirtækjum.“
700 fjármálafyrirtæki með 68 milljarða dollara eignasafn
Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu Climate Action 100+ hópinn formlega í desember 2017. SÞ vildi með því samhæfa stærstu einkaaðila heims til núll losunar verkefna. Hópurinn hefur stækkað frá stofnun og eru yfir 700 fjármálastofnanir með í hópnum í dag sem ráða yfir 68 milljörðum dollara í eignasafni sínu.
Hópurinn er undir umsjón einkarekinnar stjórnar sem samanstendur af ESG aðgerðasinnum. Stjórnin hvetur meðlimina til að fjárfesta í fyrirtækjum til að „bæta stjórnun loftslagsbreytinga,“ draga úr kolefnislosun og efla upplýsingar fyrir fjárfestingar tengdum loftslagsbreytingum. Aðgerðir hafa að mestu tekið mið af fjárfestingum í olíu- og gasiðnaðinum með fókus á að efla fjárfestingaráætlanir fyrir græna orku.
Annar áfangi Climate Action 100+ hópsins, sem átti að hrinda í framkvæmd síðar á þessu ári, beinir aðildarfjárfestum að taka virkan þátt í fyrirtækjum til að minnka kolefnisfótspor þeirra.
Nýir fjárfestar bætast stöðugt í hópinn
Talsmaður Climate Action 100+ hópsins sagði við FOX Business á fimmtudaginn:
„Meira en 700 fjárfestar eru staðráðnir í að ná stjórn á loftslagsáhættunni og varðveita verðmæti hluthafa með þátttöku í framtakinu. Climate Action 100+ hópurinn hefur upplifað ótrúlegan vöxt frá upphafi sem heldur bara áfram.“
„Framtakið hefur nýlega farið af stað með áfanga tvö sem býður upp á fleiri leiðir sem undirritaðir fjárfestar geta verið með í. 60 nýir fjárfestar bættust við í haust og við reiknum með, að áhuginn haldi áfram að aukast.“
Mikill sigur fyrir frelsið og bandaríska hagkerfið
Climate Action 100+ hópurinn, auk annarra alþjóðlegra loftslagssinnaðra fjárfesta, hefur vakið gremju repúblikanaríkja og þingmanna sem halda því fram, að starfsemi þeirra brjóti gegn stefnu stjórnvalda. Þau hafa einnig varað við því, að slík samtök skaði innlend orkufyrirtæki með þúsundum bandarískra starfa sem tryggja lágt neytendaverð.
Í júní gaf repúblikaninn Jim Jordan, formaður löggjafarnefndar Bandaríkjaþings, út ákæru gegn samtökunum Ceres sem vinna fyrir Climate Action 100+ hópinn. Telur hann að Ceres brjóti gegn bandarískum samkeppnislögum með loftslagsmiðuðu frumkvæði sínu. Jordan skrifaði s.l. fimmtudag á X:
„Ákvarðanir JPMorgan og State Street í dag er mikill sigur fyrir frelsið og bandaríska hagkerfið og við vonum að fleiri fjármálastofnanir fylgi í kjölfarið með því að yfirgefa samráð vegna ESG-aðgerða.“
Aðgerðir milljóna neytenda og tugi embættismanna ber ávöxt
Auk þess hafa ríkissaksóknarar, fjármálafulltrúar og fulltrúar landbúnaðarins tekið höndum saman undanfarna mánuði og hótað málaferlum gegn bönkum í loftslagsbandalaginu. Will Hild, framkvæmdastjóri Neytendarannsókna sagði:
„Brottför JPMorgan, State Street og BlackRock er nauðsynlegt skref í rétta átt en neytendur ættu að bíða með að treysta þessum fyrirtækjum aftur. Með því að yfirgefa Climate Action 100+ loftslagshópinn, þá sýna þeir að aðgerðir milljóna neytenda og tugi kjörinna embættismanna hefur áhrif.“
„Þessi eignastýringarfyrirtæki eru greinilega hrædd við slæma pressu og lögfræðilegar aðgerðir sem eru í gangi gegn eyðileggjandi núll-losunarþrýstingi þeirra.“
2 Comments on “JPMorgan og BlackRock yfirgefa loftslagsbandalag Sameinuðu þjóðanna”
Þessir kapítalistar sanna það aftur og aftur að þeir eiga ekki tilverurétt í siðmenntuðum heimi.
.En þar sem við búum ekki í siðmenntuðum heimi vegna trúarbragða þá er það nú í góðu lagi. Takk kapítalistar og trúarbrögð fyrir útrýmingarstefnu lífs á jörðinni.
Pingback: AUKA fréttasending: Reiðarslag fyrir loftslagsstefnu Sameinuðu þjóðanna -